Lionbar súkkulaðibitakökur sem steinliggja

Uppskriftir | 14. desember 2023

Lionbar súkkulaðibitakökur sem steinliggja

Hér er alveg einstaklega góð smákökuuppskrift sem á pottþétt eftir að slá í gegn og kemur úr smiðju Erlu Guðmundsdóttur ástríðubakara. Þessa uppskrift eiga eflaust margir og baka fyrir hver jól. Þið sem hafið ekki prófað verðið að prófa og ef ykkur líkar við súkkulaðibitakökur þá eru þessar eitthvað fyrir ykkur.

Lionbar súkkulaðibitakökur sem steinliggja

Uppskriftir | 14. desember 2023

Ómótstæðilegar súkkulaðibitakökur með Lionbarbitum.
Ómótstæðilegar súkkulaðibitakökur með Lionbarbitum. Ljósmynd/Erla Sigurðardóttir

Hér er alveg einstaklega góð smákökuuppskrift sem á pottþétt eftir að slá í gegn og kemur úr smiðju Erlu Guðmundsdóttur ástríðubakara. Þessa uppskrift eiga eflaust margir og baka fyrir hver jól. Þið sem hafið ekki prófað verðið að prófa og ef ykkur líkar við súkkulaðibitakökur þá eru þessar eitthvað fyrir ykkur.

Hér er alveg einstaklega góð smákökuuppskrift sem á pottþétt eftir að slá í gegn og kemur úr smiðju Erlu Guðmundsdóttur ástríðubakara. Þessa uppskrift eiga eflaust margir og baka fyrir hver jól. Þið sem hafið ekki prófað verðið að prófa og ef ykkur líkar við súkkulaðibitakökur þá eru þessar eitthvað fyrir ykkur.

Lionbar smákökur

  • 150 g púðursykur
  • 100 g smjörlíki (við stofuhita)
  • 1 egg
  • 150 g hveiti
  • 1 tsk. matarsódi
  • ½ tsk. salt
  • 1 tappi vanilludropar
  • 150 g Lionbar
  • 100 g suðusúkkulaði
  • 60 g heslihnetur (hakkaðar)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofninn í 180°C hita.
  2. Hrærið smjörið og púðursykurinn vel saman og bætið síðan egginu við.
  3. Bætið næst við hveiti, matarsóda, salti og vanilludropum og hrær vel saman við.
  4. Að lokum bætið við súkkulaði, Lionbar og hnetum út í blönduna.
  5. Gott að blanda með sleif eða setja hrærivélina á lægstu stillingu.
  6. Takið til ofnplötu og klæðið hana með bökunarpappír.
  7. Setjið síðan eina kúffulla teskeið og búið til kúlu, einn skammt í einu á bökunarpappírinn og passið að hafa smá bil á milli hverrar köku svo þær renni ekki saman við baksturinn.
  8. Setjið inn í ofn og bakið í 8-10 mínútur.
  9. Látið kólna stutta stund á plötunni og leggið síðan á kökugrind.
  10. Njótið með ísköldu glasi af mjólk eða ekta heitu súkkulaði. 
mbl.is