Sama gjald hjá dagforeldrum og leikskólum

Leikskólamál | 14. desember 2023

Sama gjald hjá dagforeldrum og leikskólum

Borgarráð samþykkti í dag breytingar á dagforeldrakerfinu, en breytingunum er ætlað að styðja betur við dagforeldrar og fjölskyldur í Reykjavík ásamt því að gera starf dagforeldra eftirsóknarvert á nýjan leik. 

Sama gjald hjá dagforeldrum og leikskólum

Leikskólamál | 14. desember 2023

Borgarráð hefur samþykkt breytingar á dagforeldrakerfinu.
Borgarráð hefur samþykkt breytingar á dagforeldrakerfinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Borgarráð samþykkti í dag breytingar á dagforeldrakerfinu, en breytingunum er ætlað að styðja betur við dagforeldrar og fjölskyldur í Reykjavík ásamt því að gera starf dagforeldra eftirsóknarvert á nýjan leik. 

Borgarráð samþykkti í dag breytingar á dagforeldrakerfinu, en breytingunum er ætlað að styðja betur við dagforeldrar og fjölskyldur í Reykjavík ásamt því að gera starf dagforeldra eftirsóknarvert á nýjan leik. 

Fram kemur í tilkynningu sem Reykjarvíkurborg sendi frá sér í dag að megininntak breytinganna snúi annars vegar að nýrri gjaldskrá fyrir börn 18 mánaða og eldri og hins vegar að nýjum þjónustusamningi dagforeldra. 

Ný gjaldskrá á næsta ári

Í tilkynningu Reykjavíkurborgar er greint frá því að ný gjaldskrá taki gildi þann 1. febrúar 2024 sem feli í sér umtalsverðar breytingar fyrir foreldra barna 18 mánaða og eldri sem eru hjá dagforeldrum. Niðurgreiðsla og gjaldskrá barna yngri en 18 mánaða muni hins vegar haldast óbreytt. 

Í nýrri gjaldskrá er miðað við að foreldrar greiði sama gjald og í leikskóla fyrir 18 mánaða og eldri. Að sama skapi hækkar niðurgreiðsla Reykjavíkurborgar til dagforeldra vegna þeirra barna, en þó upp að ákveðnu hámarki sem er háð dvalarstundum viðkomandi barns.

Þá sé dagforeldrum jafnframt heimilt að innheimta viðbótargjald fyrir umframþjónustu sem ekki er innifalin í dvalargjaldi, til dæmis fyrir bleyjur. 

Foreldrar geta sótt um aukna niðurgreiðslu

Í tilkynningu Reykjavíkurborgar er athygli vakin á því að nýja gjaldskráin sé afturvirk sem þýði að foreldrar sem eiga börn sem urðu 18 mánaða á tímabilinu 1. júlí 2023 til 31. janúar 2024 geti sótt um aukna niðurgreiðslu vegna vistunargjalda hjá dagforeldri.

Sú niðurgreiðsla miði við það mánaðargjald dagforeldra sem greitt var, að frádregnu leikskólagjaldi fyrir sama dvalartíma.

Þó sé miðað við að mánaðargjald dagforeldra hafi verið að hámarki 130 þúsund krónur. 

Reykvísk börn fá forgang

Hin breytingin sem lögð er áhersla á í tilkynningu Reykjavíkurborgar snýr að nýjum þjónustusamningi fyrir dagforeldra.

Þar segir að í samráði við dagforeldra hafi ýmsir þættir verið bættir í dagforeldrakerfinu í nýjum þjónustusamningi sem feli meðal annars í sér að stofnstyrkur til nýrra dagforeldra verði ein milljón króna og að dagforeldrar hljóti 150 þúsund krónur í aðstöðustyrk. 

Þá munu reykvísk börn fá forgang í nýja þjónustusamningnum og eins tryggir borgin greiðslur til dagforeldra til loka júný fyrir reykvísk börn sem hætta eftir 1. maí til að byrja í leikskóla ef ekki fæst annað barn í vistun. 

mbl.is