Algengustu mistökin eru að gefa sér ekki tíma

Snyrtibuddan | 15. desember 2023

Algengustu mistökin eru að gefa sér ekki tíma

Harpa Ómarsdóttir, eigandi Blondie og Hárakademíunnar, mælir með því að gefa sér tíma í jólahárgreiðsluna. Hún notaði lítið krullujárn til þess að ná fram jólahárinu í ár og segir tækið eiga heima í jólapakkanum í ár.

Algengustu mistökin eru að gefa sér ekki tíma

Snyrtibuddan | 15. desember 2023

Alma Lluvia og Andrea Dís með jólahárið í ár. Harpa …
Alma Lluvia og Andrea Dís með jólahárið í ár. Harpa Ómarsdóttir greiddi þeim. mbl.is/Arnþór Birkisson

Harpa Ómarsdóttir, eigandi Blondie og Hárakademíunnar, mælir með því að gefa sér tíma í jólahárgreiðsluna. Hún notaði lítið krullujárn til þess að ná fram jólahárinu í ár og segir tækið eiga heima í jólapakkanum í ár.

Harpa Ómarsdóttir, eigandi Blondie og Hárakademíunnar, mælir með því að gefa sér tíma í jólahárgreiðsluna. Hún notaði lítið krullujárn til þess að ná fram jólahárinu í ár og segir tækið eiga heima í jólapakkanum í ár.

„Seinustu ár hafa krullu- og keilujárn komið sterk inn í allar síddir og í ár er stór blástur málið með aðstoð frá stórum „frönskum“ rúllum til að fá meira loft eða leika með útkomuna við andlitið,“ segir Harpa um jólahárið í ár.

Harpa gerði tvær jólahárgreiðslur fyrir jólablað Morgunblaðsins en hún kallar jólahárið í ár.

„Retro Glam Waves“ með miklum glans.

„Hér er hárið unnið með litlu krullujárni. Hárinu er skipt í fjórar til fimm láréttar skiptingar og er hver skipting tekin í nokkra parta og rúllað upp að höfðinu, lokkurinn síðan festur í forminu sínu með spennu og látinn kólna. Síðan er hárið greitt mjög vel niður og lokkarnir mætast og mynda eina heild. Í lokin er sett „shine sprey“ og ég mæli með að prófa skemmtilegt hárskraut,“ segir Harpa sem notaði vörurnar label.m wolume mousse, label.m hairspray, label.m healthy hair mist og label.m top code serum.

Harpa Ómarsdóttir ætlar að leggja áherslu á góðan blástur þegar …
Harpa Ómarsdóttir ætlar að leggja áherslu á góðan blástur þegar hún greiðir sér fyrir jólin. Ljósmynd/Aðsend

Góðar mótunarvörur lykilatriði

Harpa er með gott ráð fyrir jólahárið þegar tíminn er af skornum skammti. „Ef við eyðum miklum tíma í eldhúsinu eða annars staðar yfir hátíðirnar gæti verið sniðugt að þvo hárið á undan og blása það. Besta trixið til að fá mesta haldið og fyllingu er að þvo hárið bara með sjampói og nota enga næringu og blása það upp úr froðu,“ segir Harpa.

Eru einhver algeng mistök sem konur gera í sambandi við hárið fyrir jólin?

„Algengustu mistökin eru að nota ekki réttar mótunarvörur og gefa sér ekki nægan tíma til að njóta meðan við höfum okkur til.“

Ef fólk vill breyta til í jólaklippingunni, hvað ætti það að gera?

„Skemmtilegt er að breyta aðeins til í jólaklippingunni og til dæmis fá sér styttur eða topp sem fer andlitsfalli eða fá sér nýjan blæ eða tón á hárið. Ég mæli með að fá góða ráðgjöf hjá fagmanni, góð ráðgjöf getur komið manni skemmtilega á óvart; hvað það er margt hægt að gera og breyta.“

Hvaða hárgreiðslugræja ætti að vera í jólapakkanum í ár?

„Í jólapakkanum í ár er það lítið krullujárn, mótunarvörur eða sjampó, hárnæring og góður hármaski, kaupa t.d. gjafabréf í klippingu og lit á hársnyrtistofum. Gjafabréf í dekur fyrir hárið er það nýjasta, hárspa hjá Blondie.“

Harpa mælir með að leika sér með hárskraut.
Harpa mælir með að leika sér með hárskraut. mbl.is/Arnþór Birkisson

Aðventan skemmtilegasti tíminnn

Það er mikið um að vera hjá Hörpu á aðventunni en hún rekur Blondie hársnyrtistofu á þremur stöðum, Skólavörðustíg, Síðumúla og Garðatorgi Garðabæ.

„Aðventutíminn er skemmtilegasti tíminn í bransanum, allir dagar fullbókaðir og rúmlega það. Á Blondie bjóðum við upp á piparkökur og konfekt, jólakaffi, rautt og hvítt fyrir viðskiptavini. Það er hefð hjá starfsfólkinu á Blondie er eitthvað þema til dæmis allir með rauðan varalit, fínt skart eða einhvern ákveðinn lit í fötum þann daginn, þetta hjálpar okkur að komast í gegnum törnina.“

Hvernig er aðventan hjá þér?

„Ég er búin að bóka jólatónleika með fjölskyldunni, allskonar með vinahópum og svo erum við mjög dugleg að fara í miðbæinn um helgar eða kíkjum í miðbæ Hafnarfjarðar í heitt kakó og upplifa aðventuna.“

Hvernig verða jólin í ár?

„Á aðfangadag förum við í kirkju með börnin klukkan sex, borðum svo heima hjá okkur með mömmu og tengdó en við eigum eftir að ákveða hvað verður í matinn. Við erum að æfa okkur að breyta til en eftirrétturinn verður tíramísú. Við kærustuparið skruppum til Rómar í haust og lærðum ítalska matseld, þessi eftirréttur er svo einfaldur og góður, hann klikkar ekki.“

Hvernig ætlar þú að greiða þér?

„Jólahárið verður ákveðið út frá fötunum en góður blástur og hárskraut verður þar í grunninn,“ segir Harpa.

Litlu krullurnar eru hátíðlegar.
Litlu krullurnar eru hátíðlegar. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is