Rauðkálið hennar mömmu best

Uppskriftir | 15. desember 2023

Rauðkálið hennar mömmu best

Þessi uppskrift kemur frá mömmu Hönnu Thordarson keramiker sem heldur úti uppskriftasíðunni Hanna.is en Hanna er iðin við að safna uppskriftum úr smiðju móður sinnar sem minna hana á bernskuna. Ég hef prófað ýmsar tegundir af rauðkálsuppskriftum en þessi finnst mér alltaf best. Ilmurinn er alveg ómissandi á aðfangadag á mínu heimili,“ segir Hanna og brosir. Rauðkálið passar vel með hamborgarhryggnum, svínabóginum og hangikjötinu.  

Rauðkálið hennar mömmu best

Uppskriftir | 15. desember 2023

Mörgum finnst ómissandi að bjóða upp á heimalagað rauðkál með …
Mörgum finnst ómissandi að bjóða upp á heimalagað rauðkál með jólasteikinni. Ljósmynd/Hanna

Þessi uppskrift kemur frá mömmu Hönnu Thordarson keramiker sem heldur úti uppskriftasíðunni Hanna.is en Hanna er iðin við að safna uppskriftum úr smiðju móður sinnar sem minna hana á bernskuna. Ég hef prófað ýmsar tegundir af rauðkálsuppskriftum en þessi finnst mér alltaf best. Ilmurinn er alveg ómissandi á aðfangadag á mínu heimili,“ segir Hanna og brosir. Rauðkálið passar vel með hamborgarhryggnum, svínabóginum og hangikjötinu.  

Þessi uppskrift kemur frá mömmu Hönnu Thordarson keramiker sem heldur úti uppskriftasíðunni Hanna.is en Hanna er iðin við að safna uppskriftum úr smiðju móður sinnar sem minna hana á bernskuna. Ég hef prófað ýmsar tegundir af rauðkálsuppskriftum en þessi finnst mér alltaf best. Ilmurinn er alveg ómissandi á aðfangadag á mínu heimili,“ segir Hanna og brosir. Rauðkálið passar vel með hamborgarhryggnum, svínabóginum og hangikjötinu.  

Rauðkálið hennar mömmu

  • 600-800 g rauðkálshöfuð
  • 2 msk. smjör
  • 2 græn epli, flysjuð og kjarnhreinsuð, skorin í bita
  • 1 laukur, saxaður
  • 1 tsk. salt
  • 1-2 msk. síróp eða sykur (það er smekksatriði hversu sætt rauðkálið á að vera)
  • ½-1 dl edik (t.d. eplaedik) eða rauðrófusafi
  • 1-2 dl vatn

Aðferð:

  1. Skerið rauðkálið í tvennt, skerið kjarnann í burtu og sneiðið kálið í þunnar ræmur og steik í smjöri.
  2. Bætið við eplum og lauk og hrærið vel.
  3. Setjið salt, sykur, edik og vatn út í og látið malla í 45-60 mínútur undir loki þar til þetta er orðið mjúkt. Hrær í annað slagið.
  4. Takið lokið af og látið vatnið gufa upp.
  5. Berið fram með því sem smekkurinn ykkar girnist.
mbl.is