Victoria Beckham segist sjá eftir að hafa farið í brjóstastækkun á tíunda áratugnum og forðast umræðuefnið við dóttur sína. Þá fór hún skyndilega úr því að vera í brjósthaldarastærð 34A í 34DD.
Victoria Beckham segist sjá eftir að hafa farið í brjóstastækkun á tíunda áratugnum og forðast umræðuefnið við dóttur sína. Þá fór hún skyndilega úr því að vera í brjósthaldarastærð 34A í 34DD.
Victoria Beckham segist sjá eftir að hafa farið í brjóstastækkun á tíunda áratugnum og forðast umræðuefnið við dóttur sína. Þá fór hún skyndilega úr því að vera í brjósthaldarastærð 34A í 34DD.
Beckham lét svo fjarlægja púðana árið 2009 en hefur enn ekki rætt það opinskátt við dóttur sína sem er 12 ára.
„Ef ég er hreinskilin, þá vildi ég óska að ég hefði aldrei farið í brjóstastækkun,“ segir Beckham í viðtali við Allure Magazine.
„Þetta var ákveðið tímabil í lífi mínu og ég held að ég geti deilt þessari reynslu með henni. En við erum bara ekki komnar á þann stað.“
Heimildir herma að Beckham hafi farið fyrst í brjóstastækkun árið 1999 og svo í aðra stækkun árið 2006. Hún hafði alltaf neitað að hafa lagst undir hnífinn og sagðist nota góða brjósthaldara og límband til þess að ná barmmiklu útliti.
Árið 2003 í spjalli við Piers Morgan á BBC hélt hún því fram að hún væri öll náttúruleg.
„Ég er alveg náttúruleg fyrir utan neglur, hárlengingar og brúnkukrem.“
Síðan þá hefur Beckham komið hreint fram og viðurkennt að fá kjánahroll þegar hún sér myndir af brjóstunum.