Sjálfstæð smærri brugghús geta fengið helmings afslátt af áfengisgjaldi miðað við breytingar sem gerðar voru á bandorminum svokallaða við aðra umræðu á Alþingi í dag. Þar var atkvæðagreiðsla um fjölmargar breytingar frumvarpsins, sem jafnan fylgir fjárlögum og fjáraukalögum.
Sjálfstæð smærri brugghús geta fengið helmings afslátt af áfengisgjaldi miðað við breytingar sem gerðar voru á bandorminum svokallaða við aðra umræðu á Alþingi í dag. Þar var atkvæðagreiðsla um fjölmargar breytingar frumvarpsins, sem jafnan fylgir fjárlögum og fjáraukalögum.
Sjálfstæð smærri brugghús geta fengið helmings afslátt af áfengisgjaldi miðað við breytingar sem gerðar voru á bandorminum svokallaða við aðra umræðu á Alþingi í dag. Þar var atkvæðagreiðsla um fjölmargar breytingar frumvarpsins, sem jafnan fylgir fjárlögum og fjáraukalögum.
Bæði formaður efnahags- og viðskiptanefndar og fjármálaráðherra lýstu ánægju sinni með þetta skref í ræðum í tengslum við atkvæðagreiðsluna.
Lýsti Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, breytingunni sem mjög þýðingarmikilli. „Það verður kannski ekki mælt í einhverjum prómillum í lýðheilsulegu tilliti en er afar sterkt, afar sterkt, fyrir þessa framleiðendur sem hlut eiga að máli,“ sagði hann.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra fagnaði þessari breytingu jafnframt og sagði hana efla lítil fyrirtæki og atvinnurekstur sem hafi sprottið upp víða um land.
Samkvæmt frumvarpinu telst lítill framleiðandi vera sá sem framleiðir minna en 2,5 milljónir sentílítra af hreinum vínanda á ári. Þá má framleiðandinn ekki vera í meirihlutaeigu annars framleiðanda áfengra drykkja.
Frumvarpið hefur nú lokið annarri umræðu og á aðeins eftir að fara í gegnum þriðju umræðu áður en það verður að lögum.