„Ég reyni að fylgja ekki endilega einhverjum „micro-trendum““

Fatastíllinn | 16. desember 2023

„Ég reyni að fylgja ekki endilega einhverjum „micro-trendum““

Hin 23 ára gamla Arna Björk Þórsdóttir er með skemmtilegan og eftirtektarverðan fatastíl. Hún er mikill tískuunnandi og hefur alla tíð haft áhuga á fallegri hönnun og að þróa sinn eigin stíl. 

„Ég reyni að fylgja ekki endilega einhverjum „micro-trendum““

Fatastíllinn | 16. desember 2023

Arna Björk Þórsdóttir er mikill fagurkeri með flottan og eftirtektarverðan …
Arna Björk Þórsdóttir er mikill fagurkeri með flottan og eftirtektarverðan fatastíl.

Hin 23 ára gamla Arna Björk Þórsdóttir er með skemmtilegan og eftirtektarverðan fatastíl. Hún er mikill tískuunnandi og hefur alla tíð haft áhuga á fallegri hönnun og að þróa sinn eigin stíl. 

Hin 23 ára gamla Arna Björk Þórsdóttir er með skemmtilegan og eftirtektarverðan fatastíl. Hún er mikill tískuunnandi og hefur alla tíð haft áhuga á fallegri hönnun og að þróa sinn eigin stíl. 

Arna er með BS-gráðu í sálfræði og stundar nú meistaranám í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Samhliða náminu starfar hún sem stuðningsfulltrúi í grunnskóla og í tískuversluninni Húrra Reykjavík. Arna er einnig dansari og danshöfundur og tekur að sér hin ýmsu verkefni tengt því ásamt því að sinna þjálfun hjá Dansstúdíói World Class. 

Arna hefur alla tíð haft mikinn áhuga á tísku og …
Arna hefur alla tíð haft mikinn áhuga á tísku og hönnun.

Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum?

„Stíllinn minn er mjög fjölbreyttur, allt frá því að vera kósí og hversdagslegur yfir í að vera „edgy“ og djarfur. Mér finnst fátt skemmtilegra en að setja saman áhugaverð og töff dress og ég hef alltaf haft það hugarfar að ég klæði mig bara nákvæmlega eins og mér sýnist óháð skoðunum annarra.

Ég sækist mikið í falleg efni og áferð og legg mikið upp úr því að flíkurnar mínar séu vandaðar og gæðamiklar. Mér finnst skemmtilegt að klæða mig í skó og flíkur sem eru fremur óhefðbundin í sniði og eru kannski ekki eitthvað sem maður sér á hverjum sem er. Ég miða oft t.d. við þá staðreynd að ef fólki finnst flíkin mín ljót eða sérkennileg, að þá veit ég að dressið mitt er mjög töff.

Ég reyni að fylgja ekki endilega einhverjum „micro-trendum“ heldur passa ég upp á að flíkurnar mínar séu tímalausar. Ég hef alltaf verið mest fyrir dökka liti en hef undanfarið verið að þróa fleiri liti inn í stílinn minn.“

Arna er hrifin af flíkum sem eru óhefðbundnar í sniði …
Arna er hrifin af flíkum sem eru óhefðbundnar í sniði og er óhrædd við að prófa nýja hluti.

Hvernig klæðir þú þig dagsdaglega?

„Það fer alveg eftir því hvernig skapi ég er í hvern dag. Einn daginn er ég í kósíbuxum, hettupeysu og inniskóm en þann næsta í pels, leðurbuxum og háum hælum. Mér finnst það alltaf gera dagana mína betri að vera flott klædd – það gefur mér svo mikið sjálfsöryggi.“

Að sögn Örnu gefur það henni mikið sjálfsöryggi að vera …
Að sögn Örnu gefur það henni mikið sjálfsöryggi að vera í flottu dressi.

En þegar þú ferð eitthvað fínt?

„Það fer mikið eftir tilefni. Mér finnst skemmtilegast í heimi að vera búin að plana dress fyrir fín tilefni langt fram í tímann. Ég vil helst alltaf vera í einhverri „statement“ flík þegar ég fer eitthvað fínt eða með eitthvað sem er svona „the star of the show“ – hvort sem það er geggjaður kjóll, jakki, skór eða jafnvel bara einhver sturlaður fylgihlutur sem grípur augað.“

Örnu þykir fátt skemmtilegra en að setja saman dress fyrir …
Örnu þykir fátt skemmtilegra en að setja saman dress fyrir fínni tilefni og tekur sér oft góðan tíma í það.

Hvert sækir þú tískuinnblástur?

„Ég fylgist mikið með tískustraumum á samfélagsmiðlum og á þar nokkra uppáhaldsaðila sem ég sæki innblástur frá, t.d. á Instagram og TikTok. Mér finnst líka lykilatriði að skoða heimasíður eða samfélagsmiðla hjá þeim merkjum sem ég fíla og skoða dæmi um hvernig flíkur eru þar settar saman á módelunum. Auk þess sæki ég mikinn innblástur frá vinkonum mínum sem vinna með mér í Húrra eða bara fólkinu sem ég sé úti á götu.“

Arna sækir mikinn tískuinnblástur frá vinkonum sínum.
Arna sækir mikinn tískuinnblástur frá vinkonum sínum.

Áttu þér uppáhaldsflík?

„Úff þær eru svo margar. Mér finnst erfitt að gera upp á milli þeirra. Ef ég ætti að velja mér tvær flíkur sem ég myndi aldrei láta frá mér þá væru það Eytys ullarkápan mín og „vintage“ hvítur síðpels sem ég „thriftaði“ í fyrra.“

Áttu þér uppáhaldsskó?

„Ég er sökker fyrir flottum leðurstígvélum. Ég dýrka öll kúrekastígvélin mín og klæðist þeim nánast daglega. En í allra mestu uppáhaldi hjá mér eru hælaskór frá Eytys sem ég keypti fyrir tveimur árum.“

Kúrekastígvél eru í miklu uppáhaldi hjá Örnu.
Kúrekastígvél eru í miklu uppáhaldi hjá Örnu.

Áttu þér uppáhaldsfylgihlut?

„Fylgihlutir eru algjört lykilatriði í að binda saman flott dress. Ég elska öll stór og mikil belti og leðurtöskur. Tvær uppáhaldstöskurnar mínar einmitt núna eru frá Opéra Sport. Svo fer ég varla út úr húsi án þess að vera með fingurna gjörsamlega hlaðna af silfurhringum og með stóra „statement“ eyrnalokka í eyrunum auk þess að skella á mig uppáhalds sólgleraugunum mínum frá Eytys.“

Uppáhaldstöskur Örnu eru frá merkinu Opéra Sport.
Uppáhaldstöskur Örnu eru frá merkinu Opéra Sport.

Hvað er á óskalistanum þínum fyrir veturinn?

„Mig dreymir um að eignast Tabi skó frá Maison Margiela. Einn daginn mun ég láta undan freistingunni.“

Ert þú mikið jólabarn?

„Já það má alveg segja það. Ég er allavega óvenju spennt fyrir jólunum í ár.“

Hvernig verða jólin hjá þér í ár?

„Þau verða líklegast bara mjög kósí heima. Ég verð eitthvað á vaktinni í Húrra yfir hátíðirnar sem ég er mjög spennt fyrir. Annars ætla ég bara að reyna að slaka vel á og njóta í jólafríinu eftir erfiða og afkastamikla önn í skóla og vinnum.“

Arna segist vera óvenju spennt fyrir jólunum í ár.
Arna segist vera óvenju spennt fyrir jólunum í ár.

Hvert er eftirminnilegasta jóla- eða áramótadressið þitt?

„Á áramótunum í fyrra klæddist ég silfurlituðum flíkum frá toppi til táar. Ég var í silfur-pallíettu bol frá Hildi Yeoman, silfurlituðum víðum leðurbuxum frá spænska merkinu Laagam og silfurlituðum támjóum pinnahælum við. Mér fannst það mjög skemmtilegt og hátíðarlegt lúkk. Svo þegar ég fór út seinna um kvöldið henti ég yfir mig hvíta, síða pelsnum mínum til að toppa mig ennþá meira.“

Ert þú búin að ákveða í hverju þú verður þessi jólin?

„Ég á ótrúlega fallegan rauð-appelsínugulan pallíettu kjól frá Rotate Birger Christensen sem er stuttur og alveg opinn í bakið. Hann á mjög góða möguleika á að vera notaður á jólunum eða áramótunum í ár. Ef ekki hann þá enda ég líklegast í svörtum síðkjól með fallegt skart og í flottum hælum. Þetta eru pælingarnar mínar í dag en svo gæti það allt breyst þegar ég vakna á morgun.“

Svartur síðkjóll og flott skart klikkar aldrei!
Svartur síðkjóll og flott skart klikkar aldrei!

Hvað finnst þér setja punktinn yfir i-ið á jólunum?

„Ég gæti til að mynda aldrei klætt mig í jóladressið án þess að henda á mig fallegu skarti með. Það gerir svo ótrúlega mikið fyrir lúkkið að vera með þessi auka „details“ til þess að binda saman heildarútlitið.“

Fallegt skart er það sem setur puntkinn yfir i-ið að …
Fallegt skart er það sem setur puntkinn yfir i-ið að mati Örnu.

Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið?

„Fólkið mitt veit að ég elska að fá flíkur, skó og fylgihluti jólagjöf, þó svo að mig vanti það síst af öllu. En svo elska ég að fá eitthvað sem ég býst ekki við. Kærasti minn, Mímir, gaf mér til dæmis í fyrra alveg einstakar buxur í jólagjöf sem eru hannaðar og búnar til af Andra Dungal fatahönnuði í Listaháskóla Íslands.

Við fórum semsagt á tískusýningu hjá nemum á fatahönnunarbrautinni og kærasti minn sá strax hvað ég féll fyrir þessum buxum þegar ég sá þær og endaði á að kaupa þær af hönnuðinum fyrir mig í jólagjöf. Ég átti alls ekki von á því en mér þótti svo innilega vænt um það. Uppáhalds buxurnar mínar enn í dag.“

Arna í buxunum eftir Andra Dungal fatahönnuð, en þær eru …
Arna í buxunum eftir Andra Dungal fatahönnuð, en þær eru eftirminnilegasta jólagjöfin sem hún hefur fengið.

Hvaða fimm hlutir eru efst á jólagjafalistanum þínum í ár?

  1. Tabi skór frá Maison Margiela eru auðvitað efst á listanum.
  2. Peysa frá Holzweiler sem mig hefur lengi langað í.
  3. Maison Margiela Replica ilmvatn.
  4. Fallegt og kósí náttfatasett.
  5. Svo finnst mér alltaf skemmtilegt að fá snyrtivöru.
Á óskalista Örnu fyrir jólin eru afar fallegir hlutir.
Á óskalista Örnu fyrir jólin eru afar fallegir hlutir.
mbl.is