Innanhússhönnuðurinn Veronika Ómarsdóttir kemst í almennilegt jólaskap á aðventunni en þá leggja hún og maðurinn hennar, Unnsteinn Árnason óperusöngvari, áherslu á samverustundir, góðan mat og að hafa það huggu legt með börnunum sín um tveimur.
Innanhússhönnuðurinn Veronika Ómarsdóttir kemst í almennilegt jólaskap á aðventunni en þá leggja hún og maðurinn hennar, Unnsteinn Árnason óperusöngvari, áherslu á samverustundir, góðan mat og að hafa það huggu legt með börnunum sín um tveimur.
Innanhússhönnuðurinn Veronika Ómarsdóttir kemst í almennilegt jólaskap á aðventunni en þá leggja hún og maðurinn hennar, Unnsteinn Árnason óperusöngvari, áherslu á samverustundir, góðan mat og að hafa það huggu legt með börnunum sín um tveimur.
Veronika og Unnsteinn bjuggu lengi í Austurríki en hafa verið að búa til sínar eigin jólahefðir eftir að þau stofnuðu fjölskyldu á Íslandi. Ein af nýju hefðunum er að fara á jólamarkaðinn í Heiðmörk. „Það er svo ótrúlega skemmtileg stemning þar, gaman að rölta um, velja sér fallegt tré, kíkja á markaðinn og fá sér svo heitt kakó og kleinu í kuldanum. Annars tökum við það mestmegnis rólega á aðventunni og nýtum dagana í útiveru, föndur og bakstur,“ segir Veronika um aðventuna.
„Ég er ennþá svolítið að venjast því og aðlagast að eiga tvö börn og í rauninni er maður svolítið að upplifa jólin upp á nýtt í gegnum augu barna sinna sem gerir jólin enn þá skemmtilegri og meira spennandi og svo skapar maður nýjar hefðir út frá því,“ segir Veronika.
Einfaldar skreytingar heilla Veroniku. „Ef ég kaupi eitthvert jóladót þá er það eitthvað sem mér finnst virkilega fallegt og vekur góða tilfinningu hjá mér og finnst gaman að taka upp á hverju ári. Ég keypti mér bamba-jólakertastjaka frá Finnsdóttuir seinustu jól, ég var búin að hafa augastað á honum í nokkur ár en hann vekur einhvers ckonar nostalgíu hjá mér þannig að mér þykir voða vænt um hann. Annars finnst mér keramiktrén frá Ker Rvk ótrúlega falleg og langar í fleiri svoleiðis.
Fínasta jóladótið mitt er svo örugglega Swarovski-stjörnurnar og -kristallarnir sem ég keypti þegar ég var að vinna sem innanhússhönnuður fyrir Swarovski í Austurríki. Mér finnst alltaf stemning að hengja það allt á jólatréð þótt ég bíði svo örugglega með það þegar sonur minn stækkar því mér sýnist á honum að hann verði algjör tætari. Annars finnst mér fallegt að vera með blóm og greni og heimagerðan aðventukrans en falleg lýsing, kertaljós, hugguleg tónlist og góður ilmur búa svo til jólastemninguna,“ segir Veronika sem segir lifandi jólatré alltaf heilla sig mest.
Veronika hefur reynslu af því að vera erlendis yfir jólin og segir hefðirnar og stemninguna þar töluvert öðruvísi en á Íslandi.
„Í fyrsta skiptið var ég 17 ára skiptinemi í Dóminíska lýðveldinu. Það voru mjög skrítin jól eða allavega mjög frábrugðin því sem ég var vön; borðaði matinn af pappadisk sitjandi á sófa og saknaði fjölskyldunnar minnar mjög mikið. Það var samt skemmtilegt svona eftir á að hafa upplifað annað en maður er vanur og fara aðeins út fyrir þægindarammann en ég tók nú samt ekki margar hefðir þaðan.
Annars bjuggum við Unnsteinn úti í Austurríki í átta ár og héldum upp á jólin þar fjórum sinnum. Önnur jólin okkar úti vorum við bara tvö saman í litla kotinu okkar uppi í austurrísku ölpunum. Það voru held ég bestu jól sem ég hef upplifað síðan ég var krakki. Svo rómantískt og fallegt, umvafin fjöllum og snjó. Í minningunni var sól alla daga og þéttur og mikill snjór og eyddum við jólunum í að elda og borða góðan mat, fórum á skíði og í alls konar útiveru, röltum um á jólamörkuðum og drukkum Glühwein og svo spiluðum við og púsluðum. Þetta var áður en við eignuðumst börnin en tilfinningin sem þessi jól bjuggu til er eitthvað sem ég held í og vil að börnin mín upplifi jólin akkúrat svona,“ segir Veronika sem heldur fast í þá hefð að púsla. Í fyrra var jólapúslið keypt í Hertex og í lokin kom í ljós að það vantaði eitt púsl. Í ár keyptu þau jólapúslið í Barnaloppunni og segir hún spennandi að sjá hvort öll stykkin fylgi.
„Ég finn það eftir að ég flutti aftur heim til Íslands fyrir rúmum tveimur árum hvað það er mikið brjálæði í kringum jólin hérna heima hvað varðar neyslu og jólin hérna snúast svolítið um það. Allir afsláttardagarnir og auglýsingarnar spila stórt hlutverk þar og ég hef fundið það hjá sálfri mér að ég þarf oft að stoppa mig af og taka mig tali um hvort ég sé virkilega að missa af einhverju. Ég er að verða betri í því að blokka þetta út því það koma alltaf fleiri afsláttardagar og það virðist svolítið sem þetta sé allt árið um kring og dettur líka aftur inn um leið og aðfangadagur klárast. Maður þarf aðeins að læra á þetta en ég upplifði þessa pressu og áreiti engan veginn í Austurríki enda allt annar hugsunarháttur þar og margt sem hægt væri að taka sér til fyrirmyndar þaðan en þar er fókusinn mikið á allt heimagert og nægjusemi. Sumir borða meira að segja bara venjulegar vínarpylsur á aðfangadag og finnst það bara geggjað þar sem það er þeirra nostalgía. Ég er samt ekki alveg þar.
Ein jólin úti var okkur boðið í aðventupartí hjá nokkrum austurrískum vinum. Það var mjög lágstemmt og huggulegt og í rauninni allt annað en við erum vön frá Íslandi en við vorum allt of fínt til fara og stungum svolítið í stúf. Það skapaðist þarna umræða um gjafir en í Austurríki er hefðin sú að börnin óski sér einhvers frá jesúbarninu. Einn maðurinn sagði okkur hvað börnin hans þrjú hefðu óskað sér en yngsti sonur hans óskaði sér að fá einhvern ákveðinn ost og þá var það bara þannig, hann fékk þennan ost í jólagjöf og var bara rosalega ánægður með. Mér finnst þetta svolítið fallegt og hugsa oft um þetta,“ segir Veronika, sem leggur áherslu á að gefa börnunum sínum vandaðar gjafir sem nýtast vel og endast.
Hvað hefur þú í huga þegar þú gefur gjafir?
„Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að pakka inn gjöfunum og gera þær extra fínar. Finnst gaman að vera ein í því og fá mér kannski eitt púrtvínsglas og heimagert konfekt, því ég er algjör amma í mér, og hlusta svo á jólalög. Seinustu ár höfum við lagt meira upp úr því að gefa upplifun í gjafir og höfum sjálf alltaf gaman af svoleiðis gjöfum,“ segir Veronika en meðal þess sem þau gera er að fara út að borða og gera vel við sig með systkinum Unnsteins og mökum þeirra um jólin í stað þess að gefa pakka.
Hugurinn er það sem skiptir máli þegar kemur að gjöfum og þá er ekki verra að vera hugmyndaríkur.
„Fyrstu jólin okkar Unnsteins saman gerðum við alltaf skemmtilegan gjafaleik þar sem við drógum einn staf á mann og áttum svo að gefa hvort öðru fimm gjafir sem byrjuðu á þeim staf. Það var alltaf mjög skemmtilegt þótt það væri mikill hausverkur oft og tíðum en það kom alltaf eitthvað skemmtilegt og óvænt út úr því og það þurfti ekki heldur að kosta mikið. Hann saumaði einhvern tímann handa mér koddaver með andlitinu á sér á, upplyft og allt. Ég samdi svo einu sinni lag handa honum, söng það meira að segja og tók upp og brenndi á geisladisk en það er mjög fyndið þar sem hann er söngvarinn í fjölskyldunni.
Svona gjafir standa alltaf upp úr í minningunni. Það datt síðan allt í svolitla lægð hjá okkur þegar við vorum fátækir námsmenn í útlöndum og fórum svolítið að vinna með að kaupa okkur frekar eitthvað saman sem vantaði. Við erum samt að vinna í því að endurvekja gjafastemninguna á milli okkar og ekki bara einblína á börnin. Það skiptir svo miklu máli að gera eitthvað skemmtilegt hvort fyrir annað líka þótt það sé ekki nema bara að fara á deit eða tónleika, en svo skemmir auðvitað ekki fyrir að fá fallegan pakka.“
Hvað borðar þú um jólin?
„Léttreyktan lambahrygg með heimagerðu rauðkáli, nóg af waldorfsalati, góðri sósu og rauðvínsglas. Wild Rice-uppskriftin frá tengdaforeldrunum er orðin ómissandi, það er hefð sem þau tóku með sér frá Bandaríkjunum þegar þau bjuggu þar. Annars finnst mér algjörlega ómissandi að fá reyktan silung á aðfangadag og möndlugraut með heimagerðri karamellusósu, en það er oftast í hádeginu. Í eftirrétt geri ég svo alltaf sítrónufrómas sem er svo sjúklega góður að ég bíð spennt allt árið. Ég var einmitt ólétt síðustu jól þannig að ég er mjög spennt að geta fengið mér allt þetta hráa og góða sem maður borðar um jólin; síld, nauta-carpaccio og reyktan lax.“
Hvernig verða jólin þín í ár?
„Í ár ætla mamma og maðurinn hennar og systir mín og kærasti sem búa í Svíþjóð að vera hjá okkur á aðfangadag. Systir mín á einmitt von á sínu fyrsta barni á nýja árinu en eins og er eru börnin mín einu barnabörnin mín megin og það verður mjög gott fyrir þau að vera bara heima hjá sér í rólegheitum. Fyrstu jólin hjá dóttur minni vorum við í smá kapphlaupi að kíkja til allra á aðfangadag en þá bjuggum við úti og allir spenntir að hafa hana hjá sér. Það var samt ekki alveg málið með lítið barn þannig að við erum svo glöð og hlökkum mikið til að hafa jólin bara heima í ár og að hafa þau öll hjá okkur,“ segir Veronika.