„Svo má ekki gleyma rauðu hælunum“

Snyrtivörur | 17. desember 2023

„Svo má ekki gleyma rauðu hælunum“

Förðunarfræðingurinn Ester Mondragon er mikið jólabarn sem leggur áherslu á að njóta þess að vera með fjölskyldunni um jólin. Á hátíðisdögum finnst henni tilvalið að nota fallegan augnskugga og leggja áherslu á varirnar. 

„Svo má ekki gleyma rauðu hælunum“

Snyrtivörur | 17. desember 2023

Ester lagði áherslu á fallegar varir og kinnalit fyrir jólaförðunina.
Ester lagði áherslu á fallegar varir og kinnalit fyrir jólaförðunina. mbl.is/Kristinn Magnússon

Förðunarfræðingurinn Ester Mondragon er mikið jólabarn sem leggur áherslu á að njóta þess að vera með fjölskyldunni um jólin. Á hátíðisdögum finnst henni tilvalið að nota fallegan augnskugga og leggja áherslu á varirnar. 

Förðunarfræðingurinn Ester Mondragon er mikið jólabarn sem leggur áherslu á að njóta þess að vera með fjölskyldunni um jólin. Á hátíðisdögum finnst henni tilvalið að nota fallegan augnskugga og leggja áherslu á varirnar. 

„Nýjasta hefðin hjá mér er að setja upp bleikt jólatré sem ég keypti fyrir nokkrum árum, ég kaupi alltaf óhefðbundnar og skemmtilegar jólakúlur. Annars elska ég að horfa á jólamyndir, mín uppáhaldsmynd er The Grinch sem ég horfi alltaf á á jóladag. Á aðfangadag hittumst við fjölskyldan, klæðum okkur upp á, borðum saman góðan mat, opnum pakka og njótum samverunnar. Á jóladag hittumst við fjölskyldan hjá ömmu, mætum öll í jólapeysum. Við snæðum hangikjöt og laufabrauð,“ segir Ester um jólahefðirnar sínar.

Hvað finnst þér best við jólin?

„Það sem mér finnst best við jólin er að verja þeim með fjölskyldunni. Þar sem ég á litla fjölskyldu á Íslandi þykir mér vænt um að ná að hitta alla. Annars er jólamaturinn hennar mömmu ekkert síðri.“

Glimmer og rauður varalitur

Ester segir að hátíðarförðun sé mjög klassísk og ekki svo frábrugðin hefðbundinni spariförðun. „Það er bara aðeins meira glimmer og rauður varalitur. Mér finnst gaman að hafa þetta klassískt,“ segir Ester.

Hvernig er jólaförðunin þín?

„Augnfarðinn sem varð fyrir valinu er frekar klassískur og látlaus þar sem ég vildi að varaliturinn og kinnarliturinn yrði aðal-fókuspunkturinn. Ég notaði augnskuggapallettuna Major Dimension frá Patrick Ta. Ég notaði náttúrulegan brúnan augnskugga til að skyggja augnlokið. Svo setti ég silfrað „shimmer“ yfir augnlokin úr sömu pallettu. Ég notaði svartan eyeliner frá Sweed í innri vatnslínu sem heitir black og notaði ljósan vanillulit sem heitir bright í vatnslínuna til að birta upp augun. Ég setti svo maskarann Lash Lift frá Sweed á efri og neðri augnhárin. Ég notaði Luminous Silk-farðann frá Giorgio Armani og hyljarann Teint Idole Ultra Wear All Over-hyljarann frá Lancôme. Ég skyggði léttilega með Zarko Beauty Highlight & Contour Palette. Ég setti svo aðeins meiri kinnalit en vanalega og notaði kinnalitinn ReDimension í litnum pomegranate fizz.

Ég ákvað að hafa varalitinn og kinnalitinn í sama lit. Ég notaði tvo varablýanta, ég notaði brúnan og blandaði rauðum við. Ég fyllti ekki inn í allar varirnar með blýantinum vegna þess að mig langaði að ná fram næntís-útlitinu. Að lokum setti ég rauðu varaolíuna fat oil í litnum Newsfeed frá Nyx Professional Makeup til þess að ná fallegri áferð.“

Ester notaði tvo liti úr augnskuggapallettunni Major Dimension frá Patrik …
Ester notaði tvo liti úr augnskuggapallettunni Major Dimension frá Patrik Ta.
Kinnalitur frá ReDimension í litnum pomegranate fizz. Farðinn Luminous Silk …
Kinnalitur frá ReDimension í litnum pomegranate fizz. Farðinn Luminous Silk frá Giorgio Armani. Teint Idole Ultra Wear All Over-hyljari frá Lancôme. Zarko Beauty Highlight & Contour Palette.
Ester notaði svartan og ljósan eyeliner frá Sweed. Hún notaði …
Ester notaði svartan og ljósan eyeliner frá Sweed. Hún notaði maskara frá sama merki. Í staðinn fyrir varalit notaði hún varaolíu frá Nyx Professional Makeup.

Hvað tekur þig langan tíma að gera þig fína fyrir jólin?

„Það tekur mig yfirleitt einn og hálfan tíma að hafa mig til fyrir jólin, bæði hár og förðun.“

Ester finnst gaman að breyta til um jólin þegar kemur að skarti og klæðnaði. „Það sem varð fyrir valinu í ár er þessi fallegi dökkgræni glimmerbolur með þessum þrönga svarta velúrkjól. Svo má ekki gleyma rauðu hælunum. Ég ákvað að nota ekki mikið skart í ár, heldur bara hafa þetta einfalt með gulleyrnalokknum og leyfa frekar fötunum að skína.“

Ógleymanlegt að sjá jólaljósin og snjóinn aftur

Áttu uppáhaldsjólaminningu?

„Uppáhaldsjólaminningin mín er jólin 2013. Það voru fyrstu jólin mín á Íslandi eftir fjögur ár í Kosta Ríka. Mér fannst voða gott að vera komin aftur heim. Ég mun aldrei gleyma tilfinningunni sem ég fékk þegar ég sá öll jólaljósin og snjóinn aftur,“ segir Ester sem á föður frá Kosta Ríka.

Hvernig eru jólin í Kosta Ríka?

„Kosta Ríka er ekki ríkt land. Það eru ekki allir með ljós eins og við. Það er sumar í desember í Kosta Ríka. Jólin snúast um að fjölskyldan hittist. Jólin snúast ekki um pakka. Ég á stærri fjölskyldu úti, við hittumst öll og borðum góðan mat. Þetta snýst meira um trúna og það eru flestir trúaðir. Jólin snúast um Jesú og jólasveinninn er ekki til. Það er illa séð ef maður tilbiður eitthvað annað. Við vorum ekki með jólatré heima hjá okkur af því við höfðum ekki efni á því. Ég er ekki trúuð lengur og trúi á engan nema bara sjálfa mig. Mér er alveg sama um gjafir. Það sem mér finnst mikilvægt er að fjölskyldan kemur saman, talar saman og borðar saman góðan mat,“ segir Ester sem segir eðlilegt að fá einn pakka frá fjölskyldunni í Kosta Ríka. Góð gjöf var jafnvel skólataska eða skólabók.

Jólin í ár verða hefðbundin hjá Ester. „Ég fer til móður minnar í mat og eftir það kíki ég til tengdaforeldra minna.“

Skórnir eru frá Kaupfélaginu. Kjóllinn og bolurinn eru frá Vero …
Skórnir eru frá Kaupfélaginu. Kjóllinn og bolurinn eru frá Vero Moda. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is