Tók fyrstu skrefin á Keflavíkurflugvelli

Borgarferðir | 17. desember 2023

Tók fyrstu skrefin á Keflavíkurflugvelli

Sif Björnsdóttir er yfirflugfreyja hjá Play. Hún tók sín fyrstu skref sem barn á Keflavíkurflugvelli en þá var hún á leiðinni til Portúgal. Það hljómar eins og starfsvalið hafi verið skrifað í skýin. 

Tók fyrstu skrefin á Keflavíkurflugvelli

Borgarferðir | 17. desember 2023

Sif Björnsdóttir flugfreyja nýtur lífsins á Tenerife.
Sif Björnsdóttir flugfreyja nýtur lífsins á Tenerife.

Sif Björnsdóttir er yfirflugfreyja hjá Play. Hún tók sín fyrstu skref sem barn á Keflavíkurflugvelli en þá var hún á leiðinni til Portúgal. Það hljómar eins og starfsvalið hafi verið skrifað í skýin. 

Sif Björnsdóttir er yfirflugfreyja hjá Play. Hún tók sín fyrstu skref sem barn á Keflavíkurflugvelli en þá var hún á leiðinni til Portúgal. Það hljómar eins og starfsvalið hafi verið skrifað í skýin. 

„Það allra besta að mínu mati er að skapa minningar með öðru fólki. Ég finn það sérstaklega þegar ég fer að rifja upp góðar stundir með fjölskyldu og vinum að þá koma ferðalögin upp aftur og aftur. Og það eru nánast aldrei þessi fullkomlega plönuðu augnablik þar sem þú ert akkúrat undir Eiffelturninum að borða baguette og drekka rauðvín með rauða alpahúfu, heldur oftast handahófskennd augnablik. Eins og þegar maður ráfar inn á lítinn veitingastað einhvers staðar á hliðargötu þar sem að heil fjölskylda er að vinna í eldhúsinu og þú færð best mat sem þú hefur smakkað,“ segir Sif um það sem hún fær út úr því að ferðast. 

„Ég elska til dæmis borgarferðir og finnst fátt betra en að upplifa nýja borg en svo elska ég líka meira framandi áfangastaði sem eru lengra í burtu þar sem maður getur jafnvel leigt bíl og keyrt um allt landið,“ segir hún. 

Fyrstu skrefin náðust á mynd en Sif tók þau á …
Fyrstu skrefin náðust á mynd en Sif tók þau á Keflavíkurflugvelli sumarið 1995. Fjölskyldan var á leiðinni til Portúgal.

Gott að standa upp og drekka vatn

Áttu gott ráð við að koma fersk úr löngu flugi? 

„Drekka vatn til að bæta upp fyrir vökvatap sem líkaminn verður fyrir í flugi, ég tala nú ekki um ef þú ætlar að stoppa á barnum fyrir flug. Svo mæli ég með því að sleppa trefjaríkum mat eins og til dæmis baunum, spergilkáli, eplum og svo framvegis. Það er best að halda sig bara við baguet eða „bagettu“ eins og við segjum á góðu flugfreyjumáli. Svo er gott að standa upp reglulega ef maður getur á meðan á fluginu stendur til að koma smá hreyfingu á blóðið.“

Stutt stopp í París fyrir nokkrum árum.
Stutt stopp í París fyrir nokkrum árum.

Hvað tekur þú alltaf með þér í handfarangur?

„Þegar ég ferðast sem farþegi þá er ég oftast með vatnsbrúsa til að fylla á á vellinum fyrir flug, svo finnst mér gott að hafa augndropa og handáburð sem ég er með í Zip-lock poka í veskinu og Ipad með einhverri góðri mynd til að horfa á í fluginu. Svo ef maður vill vera extra góður farþegi þá klikkar aldrei að mæta með nammi fyrir áhöfnina. Svo er einn hlutur sem allir ættu alltaf að hafa með sér á ferðalögum og það er penni!“

Sif í sínu fyrsta ferðalagi ásamt móður sinni í desember …
Sif í sínu fyrsta ferðalagi ásamt móður sinni í desember árið 1994. Förinni var heitið til Glasgow.

Porto er draumur

Áttu uppáhaldsborg og af hverju? 

„Ég varð alveg rosalega hrifin af Porto núna í vor og fannst eiginlega best að ganga um göturnar og skoða allar fallegu byggingarnar. En mín uppáhaldsborg er Róm, þar finnst mér líka best að ganga bara um og finna litla fjölskyldurekna veitingastaði. Þumalputtareglan með veitingastaði í Róm er að ef það eru myndir á matseðlinum þá er staðurinn ekki málið.“

Ævintýralegasti staður sem hefur komið til?

„Held að það sé jafntefli á milli Suður- Afríku og Nýja-Sjálands.“

Eftirminnilegasta ferðalag sem þú hefur farið í?

„Þegar ég fór með fjölskyldunni til Suður-Afríku 2008 þar sem við keyrðum um allt landið og heimsóttum líka Esvatíní sem hér þá reyndar ennþá Svasíland.“

Hvar hefur þú fengið besta matinn á ferðalagi?

„Á Ítalíu. Nánar tiltekið á fjölskyldureknu hóteli í pínulitlu þorpi sem að ég og kærastinn minn bókstaflega villtumst inn í eftir að hafa tekið ranga beygju á leiðinni til Bellagio frá Róm.“

Sif á litlum veitingastað í Porto í vor.
Sif á litlum veitingastað í Porto í vor.

Suður-Ameríka heillar

Hvert dreymir þig um að fara? 

„Mig hefur alltaf langað til að koma til Argentínu – eða í rauninni nánast hvert sem er í S-Ameríku og svo langar mig rosalega að upplifa Japan.“

Hvað stóð upp úr á ferðaárinu 2023?

„Þegar ég fór til Porto í vor, borgin náði alveg gjörsamlega að heilla mig.“

Ertu búin að skipuleggja ferðaárið 2024? 

„Já, eða allavega hluta af því. Við stefnum á Búdapest næsta sumar og svo mun eitthvað bætast við ef ég þekki mig rétt.“

Sif við Wynwood Walls í Miami.
Sif við Wynwood Walls í Miami.
mbl.is