Dúxaði með 9,1 eftir tvö og hálft ár

Útskriftir | 18. desember 2023

Dúxaði með 9,1 eftir tvö og hálft ár

Fjölbrautaskólinn við Ármúla útskrifaði um helgina 74 nemendur frá skólanum.

Dúxaði með 9,1 eftir tvö og hálft ár

Útskriftir | 18. desember 2023

Snædís Hekla Svansdóttir.
Snædís Hekla Svansdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Fjölbrautaskólinn við Ármúla útskrifaði um helgina 74 nemendur frá skólanum.

Fjölbrautaskólinn við Ármúla útskrifaði um helgina 74 nemendur frá skólanum.

Dúx skólans að þessu sinni er Snædís Hekla Svansdóttir sem útskrifaðist með meðaleinkunnina 9,1 eftir aðeins tvö og hálft ár í námi. Hún fékk einnig viðurkenningar fyrir góðan árangur í íslensku, ítölsku og félagsgreinum, að því er segir í tilkynningu.

Stúdentar skólans.
Stúdentar skólans. Ljósmynd/Aðsend

Eftirfarandi útskriftarnemendur fengu einnig viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í einstökum námsgreinum eða brautum:  Urður Þórsdóttir - saga, Sara Ósk Waage - efnafræði, Anna Stella Tryggvadóttir - enska, Anna Zhu Ragnarsdóttir - félagsstörf, Díana Zobkova - sjúkraliðabraut, Mína Stencev - Ísan, María Monica og Luisa Gísladóttir - lokaverkefni sjúkraliðabrautar, Þorkell Valur Gíslason - kvikmyndagreinar, Heiðrún Líf Reynisdóttir - viðskiptagreinar, Kristín Berta Sigurðardóttir og Ragna Björg Ingólfsdóttir - heilsunuddbraut.

Útskriftarnemendur heilbrigðissviðs FÁ.
Útskriftarnemendur heilbrigðissviðs FÁ. Ljósmynd/Aðsend

Í ræðu sinni fjallaði Magnús Ingvason skólameistari meðal annars um stríðsátökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann sagði þau hryllilegri en orð fá lýst og kerfisbundin dráp á saklausu fólki virtust vera í gangi og þúsundir barna drepin.

mbl.is