Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að framganga íslenskra ráðamanna síðustu misserin hafi vakið sívaxandi undrun hjá mörgum innan verkalýðshreyfingarinnar.
Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að framganga íslenskra ráðamanna síðustu misserin hafi vakið sívaxandi undrun hjá mörgum innan verkalýðshreyfingarinnar.
Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að framganga íslenskra ráðamanna síðustu misserin hafi vakið sívaxandi undrun hjá mörgum innan verkalýðshreyfingarinnar.
Þetta kemur fram í pistli sem Finnbjörn skrifar á vef Alþýðusambands Íslands en þar segir meðal annars:
„Sú skoðun er að verða æ algengari að núverandi forustusveit ríkisstjórnarinnar sýni kjörum fólksins í landinu lítinn áhuga. Þetta sinnuleysi um hag og afkomu almennings birtist skýrt og greinilega í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 sem Alþingi samþykkti um liðna helgi.“
Finnbjörn segir að forgangsröðunin í frumvarpinu sé svo brengluð að undrum sætir. Hann segir að tekjuöflun ríkisins sé allri beint gegn almenningi og að skatta- og gjaldahækkanir eru sem fyrr úrræði stjórnmálamanna sem búa ekki yfir þeirri færni sem nauðsynleg er við hagsæla hagstjórn.
„Um leið og ríkisvaldið hefur forgöngu um að skerða kjör almennings verða skatta- og gjaldahækkanir til að blása í glæður verðbólgu sem aftur leiðir til þess að vaxtakjör munu vísast fremur versna en hitt um leið og verðbætur éta upp eign skuldara í húsnæði sínu,“ skrifar Finnbjörn ennfremur.
Hann segir fjárlagafrumvarpið lýsi firringu gagnvart fólkinu í landinu.