Jólaeftirréttur Árna sveipaður töfrum

Uppskriftir | 18. desember 2023

Jólaeftirréttur Árna sveipaður töfrum

Í fjölskyldum eru oft miklar og strangar hefðir sem tengjast jólunum og þannig var það hjá Árna Þorvarðarsyni bakara og kennara í Hótel- og matvælaskólanum.

Jólaeftirréttur Árna sveipaður töfrum

Uppskriftir | 18. desember 2023

Jólaeftirrétturinn hans Árna í ár er sveipaður töfrum. Litadýrðin í …
Jólaeftirrétturinn hans Árna í ár er sveipaður töfrum. Litadýrðin í þremur lögum gleður augun og gerir réttinn hátíðlegan. Ljósmynd/Árni Þorvarðarson

Í fjölskyldum eru oft miklar og strangar hefðir sem tengjast jólunum og þannig var það hjá Árna Þorvarðarsyni bakara og kennara í Hótel- og matvælaskólanum.

Í fjölskyldum eru oft miklar og strangar hefðir sem tengjast jólunum og þannig var það hjá Árna Þorvarðarsyni bakara og kennara í Hótel- og matvælaskólanum.

Eftir að Árni hóf sjálfur búskap og eignaðist börn hefur hann rofið hefðirnar sem tengjast eftirréttinum á aðfangadagskvöld og skapað nýjar.

„Í minni fjölskyldu hefur mamma til að mynda boðið upp á sama eftirréttinn síðan ég man eftir mér. Eftir að ég eignaðist sjálfur börn ákváðum við að vera ekki með einhverja ákveðna hefð heldur prófa okkur áfram og ekki vera hrædd við að prófa eitthvað nýtt þegar kemur að veislumatnum,“ segir Árni.

Árni Þorvarðarson bakari og fjölskylda hans eru óhrædd við að …
Árni Þorvarðarson bakari og fjölskylda hans eru óhrædd við að prófa eitthvað nýtt þegar kemur að veislumatnum á jólunum. mbl.is/Arnþór Birkisson

Máttu ekki vera hrá egg í eftirréttinum

„Þegar konan mín var ólétt var henni ráðið frá því að borða hrá egg og þau árin máttu því ekki vera hrá egg í eftirréttunum. Ég hef síðan þá alltaf haft þetta í huga þar sem það skiptir miklu máli að vera með á hreinu hvort um sé að ræða óþol eða ofnæmi af einhverri gerð hjá þeim sem þiggja. Í Hótel- og matvælaskólanum, þar sem ég starfa, er komið inn á hvað má og hvað má ekki í öllu námi sem tengist matvælagreinum,“ segir Árni og bætir við að mikilvægt sé að hafa í huga hvaða hráefni eru notuð að hverju sinni.

Toppa sig á hverju ári

Árni og eiginkona hans eru ávallt með árlegt jólaboð þar sem þau bjóða vinum heim. „Alltaf þarf að toppa síðasta ár þegar kemur að matargerðinni og mikill metnaður er fyrir fínustu smáatriðum hjá okkur. Í ár ætlum við að leggja áherslu á íslenska matargerð og útbúa eftirrétt sem hefur að geyma mjólkursúkkulaði, kókos og jarðarber. Þessar þrjár bragðtegundir eiga allar sinn fasta sess í eftirréttum Íslendinga, hvort sem það er góð skúffukaka skreytt með kókos og snædd með ískaldri mjólk eða jarðarber með rjóma,“ segir Árni og bætir við: „Eftirrétturinn að þessu sinni er frekar auðveldur í vinnslu þó hann virki flókinn í fyrstu. Hafa ber í huga að best er að vinna eftirréttinn degi áður og skreyta rétt áður en bera skal réttinn fram.“

Árni töfrar fram nýjan eftirrétt fyrir hver einustu jól og …
Árni töfrar fram nýjan eftirrétt fyrir hver einustu jól og metnaðurinn er í fyrirrúmi. Ljósmynd/Árni Þorvarðarson

Töfrandi jólaeftirréttur að hætti Árna

Fyrir 12 (borin fram í eftirréttarglösum)

Súkkulaðimús

  • 250 g dökkt súkkulaði
  • 250 g mjólkursúkkulaði
  • 500 g rjómi
  • 490 g léttþeyttur rjómi

Aðferð:

  1. Vigtið dökka súkkulaðið og mjólkursúkkulaðið í skál. Hitið rjómann upp að suðu og hellið yfir súkkulaðið. Hrærið þar til súkkulaðið bráðnar.
  2. Léttþeytið rjómann og blandið varlega saman við súkkulaðiblönduna.
  3. Passa skal að súkkulaðiblandan hafi lækkað niður í 50°C hita. Hellið í glös til hálfs.
  4. Flott er að láta glösin halla með því að láta þau standa í eggjabakka, leyfið þeim að stífna í kæli eða frysti í 2 klukkustundir.

Kókosmús

  • 1 dós kókosmjólk
  • 100 g kókos
  • 15 g matarlím (7 blöð)
  • 360 g léttþeyttur rjómi
  • 40 g flórsykur

Aðferð:

  1. Leggið matarlímsblöð í bleyti í kalt vatn í 15 mínútur.
  2. Setjið kókosmjólkina og kókos í pott og hitið upp í 70°C hita.
  3. Blandið matarlíminu saman við kókosmjólkina
  4. Léttþeytið rjómann og blandið flórsykrinum saman við. Hellið kókosmjólkinni út í rjómann eftir að hún hefur kólnað niður í 50°C hita.
  5. Hellið þunnu lagi af hvítu músinni yfir dökku músina.
  6. Glasið er svo sett aftur í frysti eða kæli.

Jarðarberjafylling

  • 400 g sykur
  • 400 g vatn
  • 25 g matarlím (12 blöð)
  • 800 g jarðarber

Aðferð:

  1. Matarlímsblöð lögð í bleyti í kalt vatn í 15 mínútur.
  2. Hreinsið jarðarberin og setjið í vatn með sykri.
  3. Hitið í potti þar til sykurinn hefur leyst upp.
  4. Sigtið berin frá vökvanum og fyllið upp í glösin með jarðarberjunum.
  5. Sykurvatninu er svo blandað saman við matarlímið og hellt varlega yfir berin.
  6. Passa skal að vökvinn hafi kólnað niður í 23°C hita áður en hellt er yfir jarðarberin.

Skreyting

  1. Súkkulaði, til dæmis Bounty eða skemmtileg ber, ég hef notað blæjuber.
  2. Þennan eftirrétt er hægt að gera kláran degi áður bera á hann fram og geyma í kæli yfir nótt.
mbl.is