Norður-Kóreumenn skutu í morgun á loft háþróaðri langdrægri eldflaug í tilraunaskyni.
Norður-Kóreumenn skutu í morgun á loft háþróaðri langdrægri eldflaug í tilraunaskyni.
Norður-Kóreumenn skutu í morgun á loft háþróaðri langdrægri eldflaug í tilraunaskyni.
Flaugin, sem getur náð alla leið til Bandaríkjanna og er sú tæknilegasta úr vopnabúri Norður-Kóreu, bætist þar með í hóp metfjölda vopna sem hefur verið prófaður í landinu á þessu ári, með tilheyrandi fordæmingu fjölda ríkja.
Suðurkóresk stjórnvöld segja að eldsneyti flaugarinnar hafi verið í föstu formi frekar en fljótandi. Fyrir vikið er auðveldara að flytja hana á milli staða og að skjóta henni á loft.
Þetta var í þriðja sinn sem Norður-Kóreumenn skjóta flaug sem þessari á loft. Síðast var það gert í apríl og júlí. Þær voru af tegundinni Hwasong-18, að sögn norðurkóreskra stjórnvalda.
Bandaríkjamenn, Suður-Kórea og Japan hafa öll fordæmt tilraunaskotið í morgun. Þau segja það brot á samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og að Kóreuskaginn sé ekki eins öruggur fyrir vikið.