400% verðhækkun á árskorti í strætó

Strætó | 19. desember 2023

Verðið á árskorti í strætó hækkar um 400%

Verð fyrir árskort í strætisvagna í Reykjanesbæ mun hækka um 400% á næsta ári. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins sem var samþykkt í síðustu viku.

Verðið á árskorti í strætó hækkar um 400%

Strætó | 19. desember 2023

Verð fyrir árskort í strætisvagna í Reykjanesbæ mun hækka um …
Verð fyrir árskort í strætisvagna í Reykjanesbæ mun hækka um 400% á næsta ári. Mynd úr safni

Verð fyrir árskort í strætisvagna í Reykjanesbæ mun hækka um 400% á næsta ári. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins sem var samþykkt í síðustu viku.

Verð fyrir árskort í strætisvagna í Reykjanesbæ mun hækka um 400% á næsta ári. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins sem var samþykkt í síðustu viku.

Árskort fyrir almenna notendur í strætó kostar nú 5.000 krónur en mun hækka upp í 25.000 krónur. Helst verðið þó óbreytt fyrir börn á aldrinum 6-18 ára, öryrkja og eldri borgara sem borga 2.000 krónur fyrir árskort. Verðskráin helst einnig óbreytt fyrir námsmenn 18 ára og eldri sem borga 5.000 krónur.

Heimildir mbl.is herma að þessi gífurlega verðhækkun sé komin til vegna kaupa Vinnumálastofnunar á strætókortum fyrir hælisleitendur og flóttamenn í bænum. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, gat ekki staðfest það í samtali við mbl.is.

Enn töluvert ódýrara enn á höfuðborgarsvæðinu

Kjartan bendir á að þetta sé enn töluvert ódýrara en árskort í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og að verðhækkunin bitni ekki á hópum eins og ungu fólk, námsmönnum, öryrkjum og eldri borgurum.

Mbl.is greindi í sumar frá er­indi sem eig­andi Bus4U sendi bæj­ar­ráði Reykja­nes­bæj­ar 8. maí vegna „neyðarástands í al­menn­ings­sam­göng­um í Reykja­nes­bæ“, en Bus4U sér um rekst­ur al­menn­ings­sam­gangna þar í bæ.

Í er­ind­inu er því meðal ann­ars lýst að „ákveðnir hóp­ar“ séu ágeng­ir og frek­ir, að börn veigri sér við því að nota strætó sök­um áreit­is, skemmd­ar­verk á vögn­um hafi auk­ist og bíl­stjór­ar hrökklist úr starfi.

mbl.is