Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu ákæruvaldsins um að sakborningarnir í hryðjuverkamálinu svokallaða fái ekki að vera viðstaddir þegar málið verður tekið fyrir byrjun næsta árs.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu ákæruvaldsins um að sakborningarnir í hryðjuverkamálinu svokallaða fái ekki að vera viðstaddir þegar málið verður tekið fyrir byrjun næsta árs.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu ákæruvaldsins um að sakborningarnir í hryðjuverkamálinu svokallaða fái ekki að vera viðstaddir þegar málið verður tekið fyrir byrjun næsta árs.
Fá þeir því að vera viðstaddir og geta þar af leiðandi hlýtt á framburð hvors annars.
Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sindra Snæs Birgissonar, annars mannanna tveggja sem fara með stöðu sakbornings í málinu.
Sveinn Andri segist ekki reikna með því að úrskurður héraðsdóms Reykjavíkur verði kærður, heldur fái ákvörðun dómstólsins að standa.
Hann segir úrskurðinn því vera síðasta útúrdúrinn áður en aðalmeðferð málsins fari fram í febrúar á næsta ári.