Braut persónuverndarlög – Óljóst um miskabætur

Kynferðisbrot innan KSÍ | 20. desember 2023

Braut persónuverndarlög – Óljóst um miskabætur

Sigurðar G. Guðjónsson lögmaður braut persónuverndarlög með því að birta myndir úr lögregluskýrslu sem fólu í sér persónuupplýsingar um Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur.

Braut persónuverndarlög – Óljóst um miskabætur

Kynferðisbrot innan KSÍ | 20. desember 2023

Sigurður G Guðjónsson.
Sigurður G Guðjónsson. mbl.is/Árni Sæberg

Sigurðar G. Guðjónsson lögmaður braut persónuverndarlög með því að birta myndir úr lögregluskýrslu sem fólu í sér persónuupplýsingar um Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur.

Sigurðar G. Guðjónsson lögmaður braut persónuverndarlög með því að birta myndir úr lögregluskýrslu sem fólu í sér persónuupplýsingar um Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur.

Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar. 

Þar er Sigurði gert að fjarlægja af facebooksíðu sinni myndir af gögnum lögreglunnar og bréf sem varða sakamál sem Þórhildur Gyða var aðili að. Staðfesting þess efnis þarf að birtast fyrir 15. janúar á næsta ári.

Þórhildur Gyða.
Þórhildur Gyða. Ljósmynd/Aðsend

Þórhildur kom fram í viðtali við RÚV árið 2021 og sagðist hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu Kolbeins Sigþórssonar, fyrrverandi landsliðsmanns í knattspyrnu. Hún kærði Kolbein en málið var fellt niður eftir að Kolbeinn greiddi Þórhildi miskabætur og játaði sök.

Sigurður birti myndir úr lögregluskýrslu vegna kæru Þórhildar á facebooksíðu sinni og kærði Þórhildur hann í kjölfarið til lögreglu, Persónuverndar og Úrskurðarnefndar lögmanna.

Persónuvernd vísaði frá þeim þætti kvörtunar Þórhildar sem laut að textafærslu Sigurðar um hana á Facebook.

Gunnar Ingi Jóhannsson.
Gunnar Ingi Jóhannsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki ljóst hvort krafist verður miskabóta

Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Þórhildar, segir niðurstöður Persónuverndar staðfesta það sem umbjóðandi hans taldi, þ.e. að háttsemi Sigurðar hafi verið ólögmæt og þetta hafi verið meinagerð í hennar garð.

„Ég þekki á þessu stigi ekki hvort umbjóðandi minn telur niðurstöðuna grundvöll til að krefja um miskabætur vegna ólögmætrar meingerðar,” segir Gunnar Ingi í skriflegu svari til mbl.is.

mbl.is