Eiginmaður Ölmu í sviðsljósinu

Ást í Hollywood | 20. desember 2023

Eiginmaður Ölmu í sviðsljósinu

Tónlistarkonan Alma Goodman Weeks, betur þekkt sem Alma Guðmundsdóttir, mætti á Emmy-verðlaun barnanna í Los Angeles á dögunum. Hún var ekki ein síns liðs þar sem nýbakaður eiginmaður hennar Ed Weeks kom fram á hátíðinni. 

Eiginmaður Ölmu í sviðsljósinu

Ást í Hollywood | 20. desember 2023

Ed Weeks á sviðinu á Emmy-verðlaunahátíð barnanna.
Ed Weeks á sviðinu á Emmy-verðlaunahátíð barnanna. AFP

Tónlistarkonan Alma Goodman Weeks, betur þekkt sem Alma Guðmundsdóttir, mætti á Emmy-verðlaun barnanna í Los Angeles á dögunum. Hún var ekki ein síns liðs þar sem nýbakaður eiginmaður hennar Ed Weeks kom fram á hátíðinni. 

Tónlistarkonan Alma Goodman Weeks, betur þekkt sem Alma Guðmundsdóttir, mætti á Emmy-verðlaun barnanna í Los Angeles á dögunum. Hún var ekki ein síns liðs þar sem nýbakaður eiginmaður hennar Ed Weeks kom fram á hátíðinni. 

Weeks er nokkuð þekkt­ur leik­ari í Hollywood en hann fór með stórt hlut­verk í gam­anþátt­un­um The Min­dy Proj­ect. Alma hef­ur gert það gott sem laga­höf­und­ur er­lend­is og meðal ann­ars samið fyr­ir Katy Perry. Hún kom fyrst fram á sjón­ar­sviðið með stelpu­hljóm­sveit­inni Nylon.

Ed Weeks á rauða dreglinum.
Ed Weeks á rauða dreglinum. AFP

Hjónin giftu sig í september og var Alma stolt af sínum manni eftir að hann kom fram á Emmy-verðlaunahátíðinni. Hún mætti auðvitað með honum í fallegum síðkjól. Alma birti fallega mynd af þeim frá hátíðinni á Instgram-síðu sinni. 

mbl.is