„Þetta er svo skemmandi. Þetta eyðileggur allt. Þetta eyðileggur mig algjörlega. Ég fæ martraðir og á erfitt með svefn.“ Þessi orð lét grátandi barnsfaðir Eddu Bjarkar Arnardóttur falla þegar hann bar vitni frá Íslandi um fjarfundabúnað við aðalmeðferð réttarhaldanna yfir Eddu sem hófust í gær, þriðjudag, en síðari dagur aðalmeðferðarinnar er á morgun.
„Þetta er svo skemmandi. Þetta eyðileggur allt. Þetta eyðileggur mig algjörlega. Ég fæ martraðir og á erfitt með svefn.“ Þessi orð lét grátandi barnsfaðir Eddu Bjarkar Arnardóttur falla þegar hann bar vitni frá Íslandi um fjarfundabúnað við aðalmeðferð réttarhaldanna yfir Eddu sem hófust í gær, þriðjudag, en síðari dagur aðalmeðferðarinnar er á morgun.
„Þetta er svo skemmandi. Þetta eyðileggur allt. Þetta eyðileggur mig algjörlega. Ég fæ martraðir og á erfitt með svefn.“ Þessi orð lét grátandi barnsfaðir Eddu Bjarkar Arnardóttur falla þegar hann bar vitni frá Íslandi um fjarfundabúnað við aðalmeðferð réttarhaldanna yfir Eddu sem hófust í gær, þriðjudag, en síðari dagur aðalmeðferðarinnar er á morgun.
Var faðirinn með böggum hildar yfir því að synirnir þrír, sem ekkert er vitað hvar eru niður komnir, væru nú fjarri þeim sem almennt önnuðust velferð þeirra.
„Þeir hafa ekki samband við foreldra sína, skóla eða vini. Ég hef þungar áhyggjur af þeim. Þessu verður að linna núna,“ sagði hann við Truls Eirik Waale yfirdómara og meðdómendur hans fyrir þrískipuðum héraðsdómi í þingsal níu í Skien að morgni þriðjudags, tæplega 56.000 íbúa bæjarfélagi um 135 kílómetra suðvestur af Ósló.
Hefur barnsfaðirinn, sem búsettur er í Telemark-fylki, nú dvalið á Íslandi í þrjá mánuði og hyggst dvelja þar áfram þar til synir hans koma fram.
Sjálf viðurkenndi Edda sök að hluta þegar hún kom fyrir Waale og meðdómendur hans í morgun og sat lengi fyrir svörum á meðan Waale spurði hana út úr en enn fremur Sjak R. Haaheim, réttargæslulögmaður barnsföðurins í Noregi, og Lise Dalhaug, ákæruvaldsfulltrúi lögreglunnar, sem sækir málið.
Sú sök sem Edda viðurkenndi snýr að því sem óumdeilanlega gerðist í málinu, það er að segja brottnámi drengjanna þriggja í mars í fyrra og flutningi þeirra til Íslands í kjölfarið. Þær kringumstæður sem Edda telur hafa verið fyrir hendi í málinu – og réttlæti brottnámið og dragi þar með úr sök hennar – geri það að verkum að ekki sé hægt að líta á brot hennar sem meiri háttar.
Taldi Dalhaug saksóknari sérstaklega ámælisvert að drengirnir hafi ferðast til Íslands með móður sinni á fölsuðum vegabréfum daginn örlagaríka í mars 2022 en skömmu eftir að Edda hafði flutt syni sína út fyrir norskt yfirráðasvæði sendi hún barnsföður sínum skilaboð þess efnis að hann skyldi anda djúpt. „Ég er með börnin. Nú förum við í frí,“ skrifaði hún.
Barnsfaðirinn kvaðst í vitnisburði sínum vera vel meðvitaður um að sá áburður sem Edda hefur haft uppi gegn honum í málinu hefur verið rannsakaður og léttvægur fundinn. Engu að síður ber hann mikinn kvíðboga fyrir því að drengirnir muni hafna honum þegar þeir koma aftur til Noregs.
„Það segir sig sjálft að staðan verður tvísýn að teknu tilliti til allra lyganna sem móðirin hefur haft uppi í málinu,“ sagði faðirinn í dag og greindi um leið frá því að heilbrigðisyfirvöld í sveitarfélaginu væru reiðubúin að eiga samtöl við drengina er þeir kæmu til Noregs. Dæturnar tvær hafa ekkert samband við föður sinn.
Hefur Edda meðal annars borið honum á brýn að hafa beitt börnin ofbeldi, ásakanir sem lögregla og barnaverndaryfirvöld hafa farið ofan í saumana á með þeirri niðurstöðu að þær séu tæki móðurinnar til að stjórna börnunum.
„Auðvitað óska ég einskis heitar en að umgangast öll börnin mín en skömmu eftir að þau voru numin á brott árið 2019 kærði móðirin mig fyrir að brjóta kynferðislega gegn eldri dóttur minni. Ég átti í frábæru sambandi við þau [börnin] þegar þau bjuggu hjá mér. Það versta sem foreldri getur gengið í gegnum er að fá slíkar ásakanir frá börnum sínum,“ sagði faðirinn grátklökkur fyrir dómi í dag.
Samband foreldranna var ekki gott undir lok sambands þeirra eins og nokkur vitni báru fyrir héraðsdómi í dag auk þess sem sálfræðingur með sérþekkingu á erfiðleikum barna innan fræðigreinarinnar útskýrði áhrif þess á sálarlíf og andlega heilsu að vera numin(n) á brott og auk þess þurfa að fara huldu höfði og lifa á flótta.
Greindi barnsfaðirinn frá því í vitnisburði sínum hvernig hann hefði ætlað sér að sækja syni sína til Íslands í október í fyrra. Þar hefði hann tekið hús á Eddu í fylgd lögreglu og barnaverndarfulltrúa eins og um hefði verið samið í tengslum við afhendingu sonanna.
Honum hafi þó aldrei verið hleypt inn á heimili Eddu þar sem fjöldi mótmælenda umkringdi húsið auk þess sem fólk stóð og hrópaði á bræðurna þrjá að þeir skyldu ekki hverfa á braut með föður sínum. „Við urðum bara frá að hverfa að þessu sinni,“ sagði hann í dag en samtímis því sem nánast engin leið var að komast að húsinu fyrir helgi var svar við aðgerðum mótmælenda.