Vísir hf. í Grindavík hefur lagt línubátnum Fjölni GK og sá er nú kominn í naust og óvíst er um frekari útgerð hans. Þessu ræður hagræðing, en veiðiheimildum sem tilheyrt hafa bátnum verður nú deilt á önnur skip samstæðu Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað sem á og rekur Vísi hf. og Berg-Hugin hf. í Eyjum.
Vísir hf. í Grindavík hefur lagt línubátnum Fjölni GK og sá er nú kominn í naust og óvíst er um frekari útgerð hans. Þessu ræður hagræðing, en veiðiheimildum sem tilheyrt hafa bátnum verður nú deilt á önnur skip samstæðu Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað sem á og rekur Vísi hf. og Berg-Hugin hf. í Eyjum.
Vísir hf. í Grindavík hefur lagt línubátnum Fjölni GK og sá er nú kominn í naust og óvíst er um frekari útgerð hans. Þessu ræður hagræðing, en veiðiheimildum sem tilheyrt hafa bátnum verður nú deilt á önnur skip samstæðu Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað sem á og rekur Vísi hf. og Berg-Hugin hf. í Eyjum.
„Þetta er bátur sem hefur reynst okkur vel og á mikið enn eftir. Nú þarf að hugsa hlutina upp á nýtt. Ef allur flotinn sem tilheyrir Síldarvinnslunni er lagður saman þá fara þau skip og bátar létt með að veiða allan kvótann þó fækkað verði um eitt skip,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, í samtali við Morgunblaðið.
Skipstjórar á Fjölni hafa verið Aðalsteinn R. Friðþjófsson og Jón Ingi Jóhannnesson. Alls hafa verið um 20 manns í áhöfn; mannskapur sem nú fer á aðra Vísisbáta og einhverjir eru á leið í land og hætta vegna aldurs.
Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.