Kolbrún og Ísak gáfu dótturinni nafn

Frægar fjölskyldur | 20. desember 2023

Kolbrún og Ísak gáfu dótturinni nafn

Fimleikadrottningin Kolbrún Þöll Þorradóttir og Ísak Óli Helgason gáfu dóttur sinni nafn síðastliðna helgi. Stúlkan kom í heiminn 17. október og er fyrsta barn parsins saman.

Kolbrún og Ísak gáfu dótturinni nafn

Frægar fjölskyldur | 20. desember 2023

Kolbrún Þöll Þorradóttir og Ísak Óli Helgason gáfu dóttur sinni …
Kolbrún Þöll Þorradóttir og Ísak Óli Helgason gáfu dóttur sinni nafn. Skjáskot/Instagram

Fimleikadrottningin Kolbrún Þöll Þorradóttir og Ísak Óli Helgason gáfu dóttur sinni nafn síðastliðna helgi. Stúlkan kom í heiminn 17. október og er fyrsta barn parsins saman.

Fimleikadrottningin Kolbrún Þöll Þorradóttir og Ísak Óli Helgason gáfu dóttur sinni nafn síðastliðna helgi. Stúlkan kom í heiminn 17. október og er fyrsta barn parsins saman.

Kolbrún deildi gleðifregnunum í færslu á Instagram, en með færslunni birti hún fallega myndaröð frá skírninni.

„Elsku fullkomna dóttir okkar var skírð í gær og fékk nafnið Aþena Eik Ísaksdóttir. Fullkominn dagur í alla staði,“ skrifaði Kolbrún.

Undanfarin ár hefur Kolbrún verið lykilhlekkur í íslenska landsliðinu í hópfimleikum. Hún lenti hins vegar í meiðslum í september 2022 þegar hún sleit hásin degi fyrir brottför á Evrópumótið í hópfimleikum í Lúxemborg. 

Fjölskylduvefurinn óskar þeim innilega til hamingju með nafnið!

mbl.is