Xi Jinping, forseti Kína, sagði blátt áfram við Joe Biden Bandaríkjaforseta á fundi þeirra í nóvember að kínversk stjórnvöld ætluðu sér að innlima Taívan í Kína að nýju.
Xi Jinping, forseti Kína, sagði blátt áfram við Joe Biden Bandaríkjaforseta á fundi þeirra í nóvember að kínversk stjórnvöld ætluðu sér að innlima Taívan í Kína að nýju.
Xi Jinping, forseti Kína, sagði blátt áfram við Joe Biden Bandaríkjaforseta á fundi þeirra í nóvember að kínversk stjórnvöld ætluðu sér að innlima Taívan í Kína að nýju.
Taívan hefur búið yfir sjálfsstjórn frá borgarastríðinu árið 1949 og líta Taívanar á landið sem fullvalda ríki. Þeir hafa eigin mynt, stjórn- og dómskerfi, en hafa aldrei lýst formlega yfir sjálfstæði. Kínverjar líta á eyjuna sem sitt landsvæði og hafa hótað því að taka yfir stjórn hennar.
Biden og Xi funduðu í Kaliforníu í nóvember, í von um að lægja öldurnar í stormasömu sambandi stórveldanna tveggja. Var þetta í fyrsta sinn í eitt ár sem starfsbræðurnir funduðu augliti til auglitis og voru málefni Taívan meðal umræðuefna.
Leiðtogarnir tveir voru aftur á móti fjarri því að vera sammála um Taívan á fundinum. Xi sagði Biden að hætta að vopnavæða eyjuna og að ekkert gæti stöðvað sameiningu hennar og Kína.
Fréttastofa NBC hefur nú eftir bandarískum embættismönnum sem voru á fundinum að Xi hafi einnig sagt við Biden að stjórnvöld í Peking hygðust sameina Taívan aftur við Kína og þá taka yfir Taívan á friðsamlegan máta, en ekki með valdi.
Þá sagði Xi að hann ætti eftir að ákveða tímasetningu fyrir yfirtökuna.
Þegar NBC leitaði viðbragða hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna neitaði talsmaður þeirra að tjá sig.