Einfalt og notalegt yfir hátíðirnar

Heimili | 21. desember 2023

Einfalt og notalegt yfir hátíðirnar

Á undanförnum árum hafa látlausar jólaskreytingar verið áberandi í jólahaldi þar sem notast er við efnivið úr náttúrunni til að dekka jólaborðið. Það býr án efa mikil fegurð í einfaldleikanum og sífellt fleiri kjósa að setja ró og notalegheit í fyrsta sæti yfir hátíðirnar sem endurspeglast í skreytingunum. Hlýir og mjúkir tónar hafa sést í auknum mæli í skreytingum og fólk virðist heillast af því að setja upp færri skreytingar sem valdar eru af kostgæfni.

Einfalt og notalegt yfir hátíðirnar

Heimili | 21. desember 2023

Það þarf ekki að vera flókið að setja borðið í …
Það þarf ekki að vera flókið að setja borðið í hátíðlegan búning! Samsett mynd

Á undanförnum árum hafa látlausar jólaskreytingar verið áberandi í jólahaldi þar sem notast er við efnivið úr náttúrunni til að dekka jólaborðið. Það býr án efa mikil fegurð í einfaldleikanum og sífellt fleiri kjósa að setja ró og notalegheit í fyrsta sæti yfir hátíðirnar sem endurspeglast í skreytingunum. Hlýir og mjúkir tónar hafa sést í auknum mæli í skreytingum og fólk virðist heillast af því að setja upp færri skreytingar sem valdar eru af kostgæfni.

Á undanförnum árum hafa látlausar jólaskreytingar verið áberandi í jólahaldi þar sem notast er við efnivið úr náttúrunni til að dekka jólaborðið. Það býr án efa mikil fegurð í einfaldleikanum og sífellt fleiri kjósa að setja ró og notalegheit í fyrsta sæti yfir hátíðirnar sem endurspeglast í skreytingunum. Hlýir og mjúkir tónar hafa sést í auknum mæli í skreytingum og fólk virðist heillast af því að setja upp færri skreytingar sem valdar eru af kostgæfni.

Þegar dekka á hátíðarborð sem er einfalt en sjarmerandi er mikilvægt að byrja á byrjuninni, en öll borð þurfa að vera með góðan grunn sem setur tóninn. Fallegir og látlausir diskar eru til dæmis góður grunnur á borðið fyrir hvaða tilefni sem er, en þótt mörgum þyki gaman að draga fram sparistellið við fínni tilefni eins og jólin þá er það ekki nauðsynlegt heldur má líka nota hversdagsstellið.

Á þessu hátíðarborði er einfaldleikinn í forgrunni.
Á þessu hátíðarborði er einfaldleikinn í forgrunni. Ljósmynd/Irja Gröndal

Hér eru til að mynda mattir gráir diskar frá danska sjarminum Christian Bitz notaðir, en þeir eru í senn klassískir og tímalausir og því auðvelt að poppa þá upp á einfaldan máta. Undir diskunum eru diskamottur úr basti notaðar sem keyptar voru í Ikea fyrir nokkrum árum, en þær gera mikið fyrir diskana og eru fyrsta skrefið í að draga náttúrulega áferð inn á borðið.

Kremlitaður diskur frá Bitz fæst í Bast og kostar 2.295 …
Kremlitaður diskur frá Bitz fæst í Bast og kostar 2.295 kr. Ljósmynd/Bast.is
Diskar úr Mikado koma í þremur stærðum og kosta frá …
Diskar úr Mikado koma í þremur stærðum og kosta frá 2.990 - 6.990 kr. Ljósmynd/Mikado.store
Disksmotta fæst í Dúka og kostar 1.290 kr.
Disksmotta fæst í Dúka og kostar 1.290 kr. Ljósmynd/Duka.is

Jólaservéttur eru ódýr og einföld leið til að poppa borðið upp og gefa því jólalegt yfirbragð. Það vantar ekki upp á úrvalið af fallegum jólaservéttum, en þær koma í allskyns litum, mynstrum, stærðum og áferð sem geta gert mikið fyrir borðið. Hér eru einfaldar hvítar servéttur með rauðum könglum notaðar, en rauði liturinn fær að njóta sín til móts við náttúrulegri tóna á borðinu án þess þó að verða yfirþyrmandi.

Servéttur úr Söstrene Grene kosta 576 kr.
Servéttur úr Söstrene Grene kosta 576 kr. Ljósmynd/Sostrenegrene.is

Ólík glös sem skapa karakter

Til að skapa skemmtilegan karakter á borðinu er svo hægt að leika sér með glösin og blanda saman mismunandi glösum, til dæmis glösum sem eru með mismunandi mynstri, í mismunandi lit og mismunandi hæð.

Litapalletta, áferð og efniviður eru úr náttúrunni.
Litapalletta, áferð og efniviður eru úr náttúrunni. Ljósmynd/Irja Gröndal

Hér eru bjórglös frá Frederik Bagger notuð í bland við rauðvínsglösin frá Iittala. Mynstrið í bjórglösunum gefur borðinu hátíðlegt yfirbragð og býr til kontrast á móti stílhreinum rauðvínsglösum sem eru á háum fæti og grípa því augað samstundis.

Ljósmynd/Epal.is

Falleg hnífapör og áhöld geta gert heilmikið fyrir borðið, en það virðist afar vinsælt að nota annaðhvort gyllt eða silfurlituð áhöld yfir hátíðirnar. Eins og með glösin þá er hægt að blanda saman mismunandi hnífapörum og áhöldum, en þau geta oft gert gæfumuninn á borðinu.

Jólakrans innblásinn af náttúrunni

Aðalstjarna borðsins er svo einfaldur jólakrans sem var föndraður fyrir aðventuna, en hann fellur vel að náttúrulegri litapallettu og bætir skemmtilegri hrárri áferð við borðið. Botn jólakransins er steyptur kertahringur frá House Doctor úr Fakó, en hann er hægt að nota árið um kring en hentar sérlega vel undir jólakrans.

Steyptur kertahringur fæst í Fakó og kostar 4.995 - 9.900 …
Steyptur kertahringur fæst í Fakó og kostar 4.995 - 9.900 kr. Ljósmynd/Fako.is

Til að byrja með er fjórum kertum komið fyrir í kertahringnum, en hér er notast við einföld hvít kerti. Því næst eru afskornar greinar af ýmsum gerðum notaðar, en þær eru settar ofan í kertahringinn og raðað vandlega í kringum kertin. Greinunum er hægt að raða á ýmsan máta og hægt að blanda saman allskyns greinum, en hér eru fura, greni og lerki notuð.

Að því loknu er svo um að gera að leyfa hugmyndafluginu að ráða för í skreytingum enda eru möguleikarnir endalausir. Þetta árið var notast við köngla og þurrkuð blóm.

Flóknara var það ekki – borðið varð svo enn jólalegra þegar maturinn var borinn fram. Það má ekki gleyma því að fallegur jólamatur getur verið stór hluti af skreytingum borðsins, en það er hægt að nota ýmislegt til að skreyta matinn eins og æt blóm, hnetur, ávexti, fræ, jurtir og margt fleira.

Jólakrans innblásinn af náttúrunni setur punktinn yfir i-ið á borðinu.
Jólakrans innblásinn af náttúrunni setur punktinn yfir i-ið á borðinu. Ljósmynd/Irja Gröndal
Jólatré frá Ker kosta 5.500 - 11.000 kr.
Jólatré frá Ker kosta 5.500 - 11.000 kr. Ljósmynd/Kerrvk.is
mbl.is