Þrátt fyrir nýjungagirni á ýmsum sviðum þá virðumst við halda fast í hefðirnar þegar kemur að jólahaldinu, eða hvað? Ein þeirra sem er með puttann á púlsinum varðandi það er Olga Mörk Valsdóttir, en hún er verksmiðjustjóri hjá SS á Hvolsvelli og því í kjörstöðu til að fylgjast með þróun á matarvenjum landsmanna yfir hátíðirnar.
Þrátt fyrir nýjungagirni á ýmsum sviðum þá virðumst við halda fast í hefðirnar þegar kemur að jólahaldinu, eða hvað? Ein þeirra sem er með puttann á púlsinum varðandi það er Olga Mörk Valsdóttir, en hún er verksmiðjustjóri hjá SS á Hvolsvelli og því í kjörstöðu til að fylgjast með þróun á matarvenjum landsmanna yfir hátíðirnar.
Þrátt fyrir nýjungagirni á ýmsum sviðum þá virðumst við halda fast í hefðirnar þegar kemur að jólahaldinu, eða hvað? Ein þeirra sem er með puttann á púlsinum varðandi það er Olga Mörk Valsdóttir, en hún er verksmiðjustjóri hjá SS á Hvolsvelli og því í kjörstöðu til að fylgjast með þróun á matarvenjum landsmanna yfir hátíðirnar.
„Þegar kemur að hátíðarmatnum þá eru hefðirnar ansi lífseigar og neysla fólks með svipuðu sniði ár eftir ár, sérstaklega á aðfangadag og jóladag. Það er helst að við séum að þróa nýjar vörur fyrir jólahlaðborð og slíkt, ný paté og steikur sem dæmi, en það er mun meiri þróun á öðrum árstímum,“ segir Olga. „Sem dæmi þá er birkireykta hangikjötið stærsta varan hjá okkur og hjá mörgum þá er hreinlega lykilatriði í jólastemningunni að hafa það á borðum, enda er það milt og fellur að smekk margra,“ bætir hún við.
Þrátt fyrir fastheldnina og hefðirnar þá er þó einhver þróun á neyslunni um jólin. „Framleiðslan á léttreyktum lambahryggjum hefur aukist um nokkur tonn á síðustu árum og ég hugsa að einhverjir velji þann kost umfram grísahrygginn á aðfangadag,“ segir Olga, sem sjálf er mjög hrifin af léttreyktum lambahrygg og ætlar að bera slíkan fram á jóladag. „Það er jólaboð í minni fjölskyldu á annan í jólum, þar sem birkireykta hangikjötið verður í aðalhlutverki, og því ætla ég að hafa lambahrygginn á jóladag,“ segir Olga sem féllst fúslega á að deila uppskriftinni að lambahryggnum með lesendum Morgunblaðsins hér að neðan.
En hvenær byrja Olga og starfsfélagar hennar að undirbúa jólin? „Það er strax í sláturtíðinni sem aðal undirbúningurinn hefst, þá þarf sem dæmi að frysta lambakjötið sem verður að hangikjöti svo það taki betur við reykingunni. Og reyndar hefst undirbúningurinn enn fyrr því tvíreykta Tindfjalla hangikjötið er gert á sumrin, þar sem það þarf að þorna lengur. Það er sett í þurrk og svo þurrkað áður en það er reykt aftur,“ segir Olga og bætir við að tvíreykta hangikjötið sé orðið mjög vinsælt í veislur og ýmsa mannfagnaði.
Og það er líf og fjör í jólatörninni á Hvolsvelli. „Það er alltaf mikið líf í tuskunum og gaman að taka þátt í því að undirbúa jólahefðir landsmanna en auðvitað erum við líka ánægð í lok tarnarinnar þegar styttist í að hún sé búin. Í ár pökkuðum við síðustu vörunum kringum 18. desember síðastliðinn og þá má segja að jólin væru komin hjá okkur,“ segir Olga brosandi.
Hér er uppskriftin frá Olgu að léttreykta lambahryggnum ómótstæðilega sem hefur slegið í gegn á hennar heimili. Hrygginn ber hún fram með sósu, rauðkálssalati og dressingu, brúnuðum kartöflum eða ofnbökuðu rótargrænmeti.
Léttreyktur lambahryggur með rauðvínssósu og rauðkálssalati með mandarínum
Aðferð:
Rauðkálssalat
Dressing
Aðferð:
Sósa
Aðferð: