Strætó hækkar fargjöldin á ný

Strætó | 21. desember 2023

Strætó hækkar fargjöldin á ný

Miði í Strætó á höfuðborgarsvæðinu mun kosta fullorðna 630 krónur en ekki 570 krónur, þar sem ný gjaldskrá tekur gildi þann 8. janúar næstkomandi. Seinast hækkuðu fargjöld í júlí á þessu ári.

Strætó hækkar fargjöldin á ný

Strætó | 21. desember 2023

Hækkunin nemur að meðaltali 11% yfir alla fargjaldaflokka.
Hækkunin nemur að meðaltali 11% yfir alla fargjaldaflokka. mbl.is/Árni Sæberg

Miði í Strætó á höfuðborgarsvæðinu mun kosta fullorðna 630 krónur en ekki 570 krónur, þar sem ný gjaldskrá tekur gildi þann 8. janúar næstkomandi. Seinast hækkuðu fargjöld í júlí á þessu ári.

Miði í Strætó á höfuðborgarsvæðinu mun kosta fullorðna 630 krónur en ekki 570 krónur, þar sem ný gjaldskrá tekur gildi þann 8. janúar næstkomandi. Seinast hækkuðu fargjöld í júlí á þessu ári.

Hækkunin nemur að meðaltali 11% yfir alla fargjaldaflokka. Sem dæmi má nefna að 30 daga nemakort fer úr 4.500 kr. í 5.200 kr. Verð á Klapp-plastkortum helst þó óbreytt eða 1.000 kr. Frá þessu greinir Strætó bs. í tilkynniningu.

Ákvörðun varðandi gjaldskrá Strætó er tekin af stjórn félagsins og var samþykkt á eigendafundi byggðasamlagsins sem haldinn var 16. október.

Eftirköst kórónuveirunnar

Í tilkynningunni segir að litið hafi verði til rekstrarstöðu Strætó við ákvörðunina en að „uppsöfnuð áhrif vegna heimsfaraldurs kórónuveiru gætir enn í rekstrinum“.

Verðhækkunum sé einnig ætlað að mæta almennum kostnaðarverðshækkunum hjá Strætó sem og hærri launakostnaði og draga úr þörf á frekari hagræðingu í leiðarkerfi Strætó á höfuðborgarsvæðinu.

Gjaldskrárbreytingarnar taka til þjónustu Strætó á höfuðborgarsvæðinu en engar breytingar verða á gjaldskrá á landsbyggðinni. Ný gjaldskrá tekur gildi mánudaginn 8. janúar 2024.

Eins og fyrr segir munu stök gjöld fyrir fullorðna vera 670 krónur. Fargjöld verða 315 krónur fyrir ungmenni og aldraða, 189 kr fyrir öryrkja. Enn er frítt fyrir börn 11 ára og yngri. Næturstrætó mun kosta 1.260 kr. Gjaldskrána alla má finna á vef Strætó bs.

mbl.is