Tveir sonanna fundnir: Systir Eddu og lögmaður handtekin

Tveir sonanna fundnir: Systir og lögmaður handtekin

Tveir af þremur sonum Eddu Bjarkar Arnardóttur og íslensks manns, búsetts í Noregi, sem leitað hefur verið að síðustu vikur, eru fundnir. Þá voru systir Eddu og lögmaður handtekin. 

Tveir sonanna fundnir: Systir og lögmaður handtekin

Forsjárdeila Eddu Bjarkar Arnardóttur | 21. desember 2023

Óeinkennisklæddir menn handtóku systir Eddu og lögmann hennar. Tveir drengjanna …
Óeinkennisklæddir menn handtóku systir Eddu og lögmann hennar. Tveir drengjanna voru í bílnum. Ljósmynd/Aðsend

Tveir af þremur sonum Eddu Bjarkar Arnardóttur og íslensks manns, búsetts í Noregi, sem leitað hefur verið að síðustu vikur, eru fundnir. Þá voru systir Eddu og lögmaður handtekin. 

Tveir af þremur sonum Eddu Bjarkar Arnardóttur og íslensks manns, búsetts í Noregi, sem leitað hefur verið að síðustu vikur, eru fundnir. Þá voru systir Eddu og lögmaður handtekin. 

Þetta herma heimildir mbl.is.

Börnin voru í bíl systur Eddu sem var á ferð í Garðabæ þegar drengirnir fundust. Drengirnir voru færðir í umsjá barnaverndar. 

Voru á kaffihúsi

Fundur og handtakan atvikuðust þannig að óeinkennisklæddir lögreglumenn stöðvuðu bíl systur hennar skömmu eftir að hún og drengirnir yfirgáfu kaffihús um tíuleytið í morgun.

Með í för var jafnframt barn systur Eddu sem einnig var fært í umsjá barnaverndar tímabundið. Lögmaður Eddu var svo handtekinn á lögmannsstofu sinni skömmu síðar. 

Edda í gæsluvarðhaldi í Noregi

Yfirvöld hafa leitað drengjanna um nokkurt skeið til að framkvæma svokallaða aðfarargerð. Í henni felst að yfirvöld færi drengina í forsjá föður síns í Noregi.

Málið á ræt­ur að rekja til þess þegar norsk­ur dóm­stóll úr­sk­urðaði að þrír drengja þeirra, 12 ára tví­bur­ar og 10 ára, skyldu hafa lög­heim­ili hjá föður sín­um og að hann skyldi einn fara með for­sjá þeirra.

Edda fór með þá af heim­ili þeirra í Nor­egi fyr­ir einu og hálfu ári gegn vilja föður þeirra og fór til Íslands. 

Edda var svo handtekin um mánaðamótin og framseld til Noregs þar sem hún situr nú sakamál fyrir að nema drengina á brott.

mbl.is