Skilnaður, börn & jólahátíðin

Jóla jóla ... | 22. desember 2023

Skilnaður, börn & jólahátíðin

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á sálfræðistofunni Sálarlíf segir að fólk þurfi að hugsa hvað sé skilnaðarbörnum fyrir bestu þegar kemur að jólum. Hún segir að hátíðirnar séu gjarnan tími kærleika og friðar sem margir bíða eftir í eftirvæntingu. Í kjölfar skilnaðar getur þessi tími verið erfiður fyrir mörg börn og jafnvel kvíðvænlegur vegna allra þeirra breytinga sem hafa átt sér stað. 

Skilnaður, börn & jólahátíðin

Jóla jóla ... | 22. desember 2023

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf.
Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf.

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á sálfræðistofunni Sálarlíf segir að fólk þurfi að hugsa hvað sé skilnaðarbörnum fyrir bestu þegar kemur að jólum. Hún segir að hátíðirnar séu gjarnan tími kærleika og friðar sem margir bíða eftir í eftirvæntingu. Í kjölfar skilnaðar getur þessi tími verið erfiður fyrir mörg börn og jafnvel kvíðvænlegur vegna allra þeirra breytinga sem hafa átt sér stað. 

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á sálfræðistofunni Sálarlíf segir að fólk þurfi að hugsa hvað sé skilnaðarbörnum fyrir bestu þegar kemur að jólum. Hún segir að hátíðirnar séu gjarnan tími kærleika og friðar sem margir bíða eftir í eftirvæntingu. Í kjölfar skilnaðar getur þessi tími verið erfiður fyrir mörg börn og jafnvel kvíðvænlegur vegna allra þeirra breytinga sem hafa átt sér stað. 

Börn upplifa oft og tíðum ýmsar tilfinningar og jafnvel tilfinningar sem þau hafa ekki fundið fyrir áður þegar skilnaður á sér stað. Viðbrögð foreldra geta haft mikil áhrif á úrvinnslu tilfinninga og upplifun barnanna. Að tala við þau og hlusta á það sem þau hafa að segja er eitt það mikilvægasta sem foreldrar geta gert. Ekki neyða þau þó til að tjá sig heldur spyrja reglulega hvernig þeim líður og vera tilbúin til þess að ljá þeim eyra.

Ef börnin eru fleiri en eitt er mikilvægt að skapa þannig aðstæður við og við að foreldrið og hvert barn fái tækifæri til þess að vera saman og þannig skapast betri aðstæður fyrir barnið að tjá sína líðan. Mikilvægt er að dæma ekki það sem börnin hafa að segja hverju sinni, heldur leggja sig fram um að veita þeim virka hlustun með öryggi og bregðast við á skilningsríkan og gætilegan hátt, forðast alla reiði, sama hvað það getur verið erfitt að heyra það sem þau hafa að segja.

Hvernig skuli haga hátíðunum er ekkert annað en samkomulag á milli foreldranna, það er ekkert rétt eða rangt í þessum efnum. Mikilvægast af öllu er að foreldrar geri samkomulag sín á milli um það hvernig haga eigi þessum tíma þannig að börnin geti notið hátíðanna sem best og viti hvað fram undan er. Að jólahátíðirnar skilji eftir sig fallegar og notalegar minningar hjá börnunum okkar er held ég það sem allir foreldrar óska og þrá með hag barnanna sinna fyrir brjósti. Einnig myndi ég mæla með því að hafa börnin með í ráðum með fyrirkomulagið, spyrja þau hvaða væntingar þau hafa til hátíðarinnar og fyrirkomulagsins.

Því miður er það svo að sumir foreldrar eiga í erfiðleikum með samskipti sín á milli og þá er mikilvægt að leita sér faglegrar aðstoðar til að bæta samskiptin. Einnig gæti verið gott að virkja aðra í kringum barnið (ættingja/vini) til að aðstoða við það að koma börnunum á milli staða ef foreldrarnir treysta sér ekki til þess sjálf án þess að fara að munnhöggvast hvort við annað eða detta í neikvæð samskipti. Þegar fyrirkomulag hátíðanna er skipulagt er það oft svo að foreldrar gætu þurft að setja tilfinningar sínar til hliðar og bera fyrst og fremst hag barnsins fyrir brjósti.

Desember er oft annasamur mánuður hjá fjölskyldum, sem getur leitt til þess að streitueinkenni gera vart við sig. Gott er að hafa í huga að hátíðirnar standa einungis yfir í nokkra daga og allir þurfa á hvíld að halda, einnig börnin. Þess vegna gæti verið áhugavert að spyrja sig hvort það sé nauðsynlegt að öll samvera með ættingjum/vinum þurfi að eiga sér stað á nokkrum hátíðisdögum. En enginn getur verið á tveimur stöðum í einu. Sveigjanleiki og aðlögunarhæfni geta komið að góðum notum þarna og gott að minna sig á að það eru 365 dagar í árinu.

Jól og áramót ættu að vera tími samverustunda og góðra minninga. Að börn upplifi gleði, öryggi og kærleika og geti síðar yljað sér við góðar minningar ætti að vera efst í huga foreldra þegar fyrirkomulag hátíðisdaga er skipulagt fyrir öll börn, hvort sem þau eiga tvö heimili eða ekki.

Með von um gleðileg jól!

mbl.is