Rjómaís og heitar íssósur að hætti Húsó

Eftirréttir | 23. desember 2023

Rjómaís og heitar íssósur að hætti Húsó

Jólin eru rétt hand­an við hornið og fjórði í aðventu og þá er lag að útbúa rjómaís með jólaívafi til að njóta upp hátíðirnar. Eins og hefð er fyr­ir á mat­ar­vefn­um á laug­ar­dags­morgn­um eru birt­ar Húsó-upp­skrift­ir sem koma úr hinu fræga eld­húsi í Hús­stjórn­ar­skól­an­um við Sól­valla­götu sem við eigum vona að sjá mikið á skjánum á nýju ári þegar ný þáttaröð hefur göngu sína. Þetta sjón­varpsþáttaröðin Húsó sem hefur göngu sína á Ný­árs­dag.

Rjómaís og heitar íssósur að hætti Húsó

Eftirréttir | 23. desember 2023

Rjómaís og heitar íssósur að hætti Húsó eiga vel við …
Rjómaís og heitar íssósur að hætti Húsó eiga vel við um hátíðirnar. Samsett mynd

Jólin eru rétt hand­an við hornið og fjórði í aðventu og þá er lag að útbúa rjómaís með jólaívafi til að njóta upp hátíðirnar. Eins og hefð er fyr­ir á mat­ar­vefn­um á laug­ar­dags­morgn­um eru birt­ar Húsó-upp­skrift­ir sem koma úr hinu fræga eld­húsi í Hús­stjórn­ar­skól­an­um við Sól­valla­götu sem við eigum vona að sjá mikið á skjánum á nýju ári þegar ný þáttaröð hefur göngu sína. Þetta sjón­varpsþáttaröðin Húsó sem hefur göngu sína á Ný­árs­dag.

Jólin eru rétt hand­an við hornið og fjórði í aðventu og þá er lag að útbúa rjómaís með jólaívafi til að njóta upp hátíðirnar. Eins og hefð er fyr­ir á mat­ar­vefn­um á laug­ar­dags­morgn­um eru birt­ar Húsó-upp­skrift­ir sem koma úr hinu fræga eld­húsi í Hús­stjórn­ar­skól­an­um við Sól­valla­götu sem við eigum vona að sjá mikið á skjánum á nýju ári þegar ný þáttaröð hefur göngu sína. Þetta sjón­varpsþáttaröðin Húsó sem hefur göngu sína á Ný­árs­dag.

Afhjúpar uppskriftina að rjómaísnum

Í tilefni þessa afhjúpar Marta María Arn­ars­dótt­ir skóla­meist­ari upp­skrift­ina að rjómaísnum ásamt heitu íssósunum sem hafa verið í upp­á­haldi hjá nem­end­um, bæði fyrr­ver­andi og nú­ver­andi sem og öll­um þeim sem fá að smakka. Uppskriftirnar eru einfaldar og þægilegar og allir eiga ráða við að búa til þennan dásamlega rjómaís og geta sett hann í hátíðarbúning með því að bjóða upp fersk ber með.

Gaman er að bera ísinn fram á fallegan hátt. Skemmtilegast …
Gaman er að bera ísinn fram á fallegan hátt. Skemmtilegast er að frysta ísinn í hringlaga formi með gati í miðjunni. Hægt er að fylla gatið með ferskum berjum ef vill. mbl.is/Kristinn Magnússon
Heitar súkkulaði- og karamelluíssósur að hætti Húsó.
Heitar súkkulaði- og karamelluíssósur að hætti Húsó. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rjómaís

  • 4 eggjarauður
  • 1 egg
  • 80-100 g sykur
  • ½ tsk. vanillusykur
  • ½ tsk. vanilludropar
  • 5 dl rjómi
  • 100 g saxað suðusúkkulaði, má sleppa

Aðferð:

  1. Þeytið eggjarauður, egg og sykur í stífa froðu og blandið vanillu saman við.
  2. Þeytið rjómann og blandið varlega saman við eggjafroðuna ásamt saxaða súkkulaðinu.
  3. Látið í hæfilega stórt mót, upplagt að velja hringlagaform með mynstri og gati í miðjuna. Ísinn verður svo fallegur þegar hann er borinn fram þegar formið er með skemmtilega lögun.
  4. Setjið strax í frost.

Heit karamellusósa

  • 100 g smjör
  • 100 g púðursykur
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 1 dl rjómi

Aðferð:

  1. Sjóðið saman í 5 mínútur og hrært stöðugt á meðan.
  2. Sósan er borin fram heit.

Heit súkkulaðisósa

  • 150 g suðusúkkulaði
  • 30 g smjör
  • 2 msk. síróp
  • 1 dl rjómi

Aðferð:

  1. Setjið allt í pott og bræðið saman.
  2. Sósan er borin fram heit. 
  3. Upplagt er að bera fram fersk ber eftir smekk ef vill.
mbl.is