Er að gefast upp á bíllausum lífstíl vegna Strætó

Strætó | 24. desember 2023

Er að gefast upp á bíllausum lífstíl vegna Strætó

Halldór Logi Sigurðarson hefur verið bíllaus alla ævi en ætlar nú að fá sér bílpróf. Dropinn sem fyllti mælinn var síðasti strætisvagninn frá Akranesi til Reykjavíkur í gær sem lét ekki sjá sig.

Er að gefast upp á bíllausum lífstíl vegna Strætó

Strætó | 24. desember 2023

Halldór er við það að gefast upp á bíllausum lífstíl.
Halldór er við það að gefast upp á bíllausum lífstíl. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Halldór Logi Sigurðarson hefur verið bíllaus alla ævi en ætlar nú að fá sér bílpróf. Dropinn sem fyllti mælinn var síðasti strætisvagninn frá Akranesi til Reykjavíkur í gær sem lét ekki sjá sig.

Halldór Logi Sigurðarson hefur verið bíllaus alla ævi en ætlar nú að fá sér bílpróf. Dropinn sem fyllti mælinn var síðasti strætisvagninn frá Akranesi til Reykjavíkur í gær sem lét ekki sjá sig.

„Ég er búinn að vera bíllaus alla ævi, með herkjum,“ segir Halldór í samtali við mbl.is. Hann er nú við það að gefast upp á bíllausum lífstíl og hefur ákveðið að taka bílpróf í fyrsta sinn.

Beið í meira en hálftíma úti

Halldór býr í Reykjavík en bjó áður á Akranesi. Í gær heimsótti hann fjölskyldu sína á Akranesi og ætlaði að taka síðasta strætó dagsins heim til sín sem ekkert sást af.

„Ég ætlaði að taka vagninn sem átti að koma korter fyrir tíu, hérna rétt fyrir utan Akranes. Ég er búinn að vera að kíkja á kortið, það er stormur úti, ég nenni ekkert að labba úti í því og vera að bíða úti í veðrinu,“ segir Halldór í samtali við mbl.is.

Hann segir að samkvæmt rauntímakorti Strætó hafi þannig litið út að vagninn hafi verið kyrrstæður við Bifröst.

„Ég geri ráð fyrir því að hann sé veðurtepptur þar en það eru engar tilkynningar um það. Við förum niður akkúrat á þeim tíma sem hann á að koma, og þar var enginn. Ég bíð þarna í hálftíma til fjörutíu mínútur í veðrinu,“ segir Halldór.

Vagninn vel á undan áætlun

Hann segist hafa talað við fólk sem hafi komið keyrandi frá Reykjavík sem sáu ekki strætisvagninn keyra á móti sér.

Þá fór hann að kynna sér málið og komst þá að því að tilkynning hafi verið gefin út að strætisvagn 57 færi ekki frá Mjóddinni klukkan 23 það kvöld vegna bilunar.

„Sá vagn er sá sem var að koma frá Akureyri. Þannig að hann hefur komist að norðan og alla leið suður og stoppað í suðri,“ segir Halldór.

Telur hann að vagninn hafi farið vel á undan áætlun framhjá en engin tilkynning hafi verið gefin út fyrr en vagninn var kominn til Reykjavíkur. Á rauntímakortinu var hann skráður á Bifröst, þangað til hann hvarf af kortinu.

Viðvarandi vandamál

„Þegar ég bjó hérna árin 2016 og 2017 og var reglulega að fara niður í Reykjavík, þá var þetta viðvarandi, að stundum kom vagninn ekki,“ segir Halldór.

Hann segir að þar að auki sé aðkoman erfið vegna þess að vagninn komi upp brekku áður en hann sjáist frá strætóskýlinu og þurfi verðandi farþegar þess vegna að standa úti á veginum til þess að gera sig sýnilega.

mbl.is