Lykillinn að fullnægingu með maka

Svefnherbergið | 26. desember 2023

Lykillinn að fullnægingu með maka

Það er ekki það sama að fá fullnægingu í einrúmi og með maka. Margar konur eiga í erfiðleikum með að fá fullnægingu með maka. En hvað er til ráða? Kynlífssérfræðingurinn Tracey Cox telur upp fjórar ástæður þess að konur fá ekki fullnægingu með maka á vef Daily Mail. 

Lykillinn að fullnægingu með maka

Svefnherbergið | 26. desember 2023

Fullnæging þarf ekki að vera markmiðið með kynlífi.
Fullnæging þarf ekki að vera markmiðið með kynlífi. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er ekki það sama að fá fullnægingu í einrúmi og með maka. Margar konur eiga í erfiðleikum með að fá fullnægingu með maka. En hvað er til ráða? Kynlífssérfræðingurinn Tracey Cox telur upp fjórar ástæður þess að konur fá ekki fullnægingu með maka á vef Daily Mail. 

Það er ekki það sama að fá fullnægingu í einrúmi og með maka. Margar konur eiga í erfiðleikum með að fá fullnægingu með maka. En hvað er til ráða? Kynlífssérfræðingurinn Tracey Cox telur upp fjórar ástæður þess að konur fá ekki fullnægingu með maka á vef Daily Mail. 

Gögnin vinna með Cox en könnun sýnir að 58 prósent kvenna segja stress og kvíða ástæður þess að þær fá ekki fullnægingu með maka. Væntingar spila stóran þátt í því að stress og kvíði koma upp í kynlífi. Hún bendir meðal annars á að ekki sé hægt að gera ráð fyrir að konur fái alltaf fullnægingu þegar þær stunda kynlíf. 

Að ná ekki að slaka á

Cox bendir á að sumar konur séu feimnar og ekki ná allar að slaka á þegar þær stunda kynlíf, sumar hafa jafnvel áhyggjur af útlitinu og hvernig þær standa sig. Aðrar eru með sjálfsraust en ná ekki að sleppa tökunum. Kynlífssérfræðingurinn mælir með því að konur reyni að hætta að hugsa og æfi sig í núvitund í kynlífi. 

Pressa á að fá fullnægingu

Fullnæging virðist vera hið fullkomna sönnunargagn um að kona hafi notið þess að stunda kynlíf. Kona getur því fundið fyrir pressu frá bólfélaga um að fá fullnægingu og þá er erfiðara að fá fullnægingu. Stundum snýst þetta ekki um konuna heldur karlmennsku bólfélagans og getu hans til þess að fullnægja þörfum konu. Karlmaðurinn þarf að hætta að spyrja konu hvort hún hafi fengið það og skapa aðstæður þar sem hún þarf ekki að hafa áhyggjur. 

Léleg tækni og slæm samskipti

Stundum er bólfimin einfaldlega ekki nógu góð. Þá skiptir máli fyrir konur að hafa sjálfstraust og tala við maka sinn. 

Ekki búa til pressu sjálf

Það er ekki sniðugt að nálgast allt kynlíf með því markmiði að fá fullnægingu. Það er betra að njóta ferðarinnar og sjá hvað kemur út úr kynlífinu. Það tekur pressuna af báðum aðilum. 

Stress kemur í veg fyrir fullnægingu.
Stress kemur í veg fyrir fullnægingu. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is