Þótt jólin séu ekki búin og áramótin fram undan þá er Víking jólabjórinn og Thule jólabjórinn búnir. Jólabjórinn nýtur mikilla vinsælda hjá landanum um hátíðirnar og því er engin breyting í ár.
Þótt jólin séu ekki búin og áramótin fram undan þá er Víking jólabjórinn og Thule jólabjórinn búnir. Jólabjórinn nýtur mikilla vinsælda hjá landanum um hátíðirnar og því er engin breyting í ár.
Þótt jólin séu ekki búin og áramótin fram undan þá er Víking jólabjórinn og Thule jólabjórinn búnir. Jólabjórinn nýtur mikilla vinsælda hjá landanum um hátíðirnar og því er engin breyting í ár.
„Viðtökurnar hafa verið frábærar í ár og greinilegt að fólk er farið að kjósa íslenskan jólabjór í auknu mæli. Við erum varla búin að hafa undan því að senda kúta í bæinn og núna er Víking Jólabjór og Thule Jólabjór búnir hjá okkur á kútum,“ segir Baldur Kárason bruggmeistari.
„Víking jólabjór stendur alltaf fyrir sínu og fólk veit að hverju það gengur. Hann hefur frá upphafi verið vinsælasti íslenski jólabjórinn. Helsti munurinn á Víking jólabjór og öðrum vinsælum jólabjórum er líklega hvað hann hentar vel með mat og í veislur þar sem hann er frekar léttur, ekki of sætur og áfengisinnihaldinu stillt í hóf. Hann er með súkkulaði- og karamellukeim og í fullkomnu jafnvægi, hentar fullkomlega með reyktum jólamat eins og hangikjöti og hamborgarhrygg,“ segir Baldur.
Aðspurður segir Baldur að gaman sé að para bjór með mat og heimabökuðum kræsingum. „Thule jólabjórinn er líklega sá jólabjór af þessum hefðbundnu jólabjórum sem kemur hvað best út úr þessum „jólabjórakeppnum“ hann er fullur af karakter og með skemmtilegt bragð af súkkulaði, karamellu og lakkrís. Matarpörunin gæti kannski komið einhverjum á óvart en við myndum mæla með t.d. brúnni lagköku og konfekti.“
Baldur vill þó bæta við að fleiri tegundir af bjór séu til staðar og enginn þurfi að örvænta. „Þó svo að þessir bjórar séu búnir hjá okkur á kútum þá eigum við enn þá nóg til af öðrum jólabjórum og svo auðvitað líka heilsársbjórunum okkar.“