Sjávarútvegurinn er drifinn áfram af gögnum

Sjávarútvegurinn er drifinn áfram af gögnum

Það einkennir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki að vera óhrædd við að taka nýjustu tækni í sína þjónustu. Er nú svo komið að greinin öll er mjög tæknivædd og lætur nærri að þurfi hugbúnað til að vakta hvert skref allt frá veiðum og þar til fiskurinn er kominn á disk neytenda.

Sjávarútvegurinn er drifinn áfram af gögnum

Nýsköpun og tækni í sjávarútvegi | 27. desember 2023

„Löndun, vinnsla, nýting, pökkun, lagerstaða, sala, flutningur og rekjanleiki – …
„Löndun, vinnsla, nýting, pökkun, lagerstaða, sala, flutningur og rekjanleiki – allt eru þetta hlutir sem þarf að skrá og stýra, og án góðs hugbúnaðar getur utanumhaldið orðið erfitt,“ segir Konráð Olavsson. mbl.is/Árni Sæberg

Það einkennir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki að vera óhrædd við að taka nýjustu tækni í sína þjónustu. Er nú svo komið að greinin öll er mjög tæknivædd og lætur nærri að þurfi hugbúnað til að vakta hvert skref allt frá veiðum og þar til fiskurinn er kominn á disk neytenda.

Það einkennir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki að vera óhrædd við að taka nýjustu tækni í sína þjónustu. Er nú svo komið að greinin öll er mjög tæknivædd og lætur nærri að þurfi hugbúnað til að vakta hvert skref allt frá veiðum og þar til fiskurinn er kominn á disk neytenda.

Hvort sem um er að ræða villtan fisk eða eldisfisk forritar Maritech hugbúnað fyrir alla virðiskeðjuna.

„Fiskiðnaður hefur verið að þróast í gegnum áratugina, frá því að vera drifinn af handafli yfir í að vélvæðast og sjálfvirknivæðast. Öll þessi nýja tækni krefst nákvæmrar stjórnunar og samstillingar, og um leið er það hlutverk fyrirtækis eins og okkar að reyna að auðvelda hlutina og tryggja stjórnendum sem bestan aðgang að skýrum upplýsingum og notendavænum stjórntækjum,“ segir Konráð Hatlemark Olavsson er framkvæmdastjóri Maritech á Íslandi í viðtali í desemberblaði 200 mílna.

Hann bætir við að sá tími sé löngu liðinn að hægt sé að nota eitthvað eins einfalt og Excel-skjal til að halda utan um öll þau gögn sem verða til í daglegum rekstri smás eða meðalstórs sjávarútvegsfyrirtækis.

Þörfin á gögnum strax í upphafi

„Þörfin fyrir gagnaöflun og úrvinnslu hefst strax á kvótastiginu, og síðan þarf hugbúnað til að vakta veiðarnar sjálfar, skrásetja framvindu þeirra og tilkynna til réttra aðila. Löndun, vinnsla, nýting, pökkun, lagerstaða, sala, flutningur og rekjanleiki – allt eru þetta hlutir sem þarf að skrá og stýra, og án góðs hugbúnaðar getur utanumhaldið orðið erfitt.“

Konráð bendir á að áhugaverðar hugmyndir hafi komið fram um að tengja hvern fisk og jafnvel hvern fiskbita við bálkakeðju. „Upplýsingarnar geta þá fylgt fiskinum alla leið til kaupenda á fiskmörkuðum og til almennra neytenda sem gætu skannað kóða á fiskpakkningu úti í búð og séð t.d. nákvæmlega hvar og hvernig fiskurinn var veiddur, og hreinlega fengið nafnið á þeim sem veiddu fiskinn og verkuðu.“

Viðtalið má lesa í heild sinni í desemberblaði 200 mílna.

mbl.is