Myndi gera mikið fyrir Grindvíkinga

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 28. desember 2023

Myndi gera mikið fyrir Grindvíkinga

„Grindvíkingar eru búnir að þurfa að þola mikið óvissuástand og þetta myndi gera mikið fyrir samfélagið heima,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, í samtali við mbl.is. 

Myndi gera mikið fyrir Grindvíkinga

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 28. desember 2023

Unnið að varnargörðum við Svartsengi skömmu fyrir jól.
Unnið að varnargörðum við Svartsengi skömmu fyrir jól. mbl.is/Eyþór Árnason

„Grindvíkingar eru búnir að þurfa að þola mikið óvissuástand og þetta myndi gera mikið fyrir samfélagið heima,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, í samtali við mbl.is. 

„Grindvíkingar eru búnir að þurfa að þola mikið óvissuástand og þetta myndi gera mikið fyrir samfélagið heima,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, í samtali við mbl.is. 

Bæjarstjórn Grindavíkur skoraði á ríkisstjórnina í gær að hefja vinnu við varnargarða við Grindavík.

Grindavík séð úr lofti þegar enn gaus við Sundhnúkagíga.
Grindavík séð úr lofti þegar enn gaus við Sundhnúkagíga. AFP/Viken Kantarci

„Verðum bara að klára þessa vinnu“

„Nú er framkvæmdum við varnargarðana við Bláa lónið og við hitaveituna eiginlega lokið. Þá viljum við hvetja til þess að halda áfram. Það er byrjað að teikna garðana við Grindavík, við hvetjum til þess að ljúka hönnun á þeim og fara beint í verkið á meðan tæki og tól eru á staðnum, bara hinum megin við,“ segir Hjálmar um áskorunina. 

Hann segir mikilvægt að fara í verkið, sérstaklega í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er núna og þess mats vísindamanna að jarðhræringar gætu haldið áfram næstu árin. 

„Þetta er minna verk heldur en hitt, við verðum bara að klára þessa vinnu, þrátt fyrir að það sé eitthvað að gerast í jörðinni,“ segir Hjálmar.

Hjálmar Hallgrímsson er formaður bæjarráðs en einnig lögreglumaður hjá lögreglunni …
Hjálmar Hallgrímsson er formaður bæjarráðs en einnig lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi. mbl.is/Kristófer Liljar

Grindvíkingar sáttir við að verja hitaveituna fyrst

Spurður hvort hann hafi orðið var við gremju á meðal Grindvíkinga, vegna þess að byrjað var á að verja Bláa lónið og Svartsengi, en ekki Grindavík, svarar Hjálmar neitandi.

„Hitaveitan er lífsæð fyrir um 30 þúsund manns. Ég held að Grindvíkingar séu sáttir við að byrjað var á að verja hitaveituna okkar. Ég heyri ekki þær gagnrýnisraddir, en við bindum vonir við að haldið verði áfram með verkið og það klárað,“ segir Hjálmar. 

Áskorunina sendi bæjarstjórn út í gær, eftir fund í ráðhúsinu í Reykjavík. Hefur ríkisstjórnin ekki brugðist við að sögn Hjálmars. 

„Þau eru í fríi. En við erum að ýta í okkar þingmenn og við munum beita þrýstingi til þess að verkið verði klárað,“ segir hann að lokum.

mbl.is