Enn mælist landris í eldstöðinni Bárðarbungu en hún hefur risið allt frá því eldgosi í Holuhrauni lauk í febrúar árið 2015. Nokkrir jarðskjálftar hafa gert vart við sig síðustu vikuna í Bárðarbungu.
Enn mælist landris í eldstöðinni Bárðarbungu en hún hefur risið allt frá því eldgosi í Holuhrauni lauk í febrúar árið 2015. Nokkrir jarðskjálftar hafa gert vart við sig síðustu vikuna í Bárðarbungu.
Enn mælist landris í eldstöðinni Bárðarbungu en hún hefur risið allt frá því eldgosi í Holuhrauni lauk í febrúar árið 2015. Nokkrir jarðskjálftar hafa gert vart við sig síðustu vikuna í Bárðarbungu.
„Já, það er áfram landris. Það fór að hraða sér aðeins fyrir nokkrum mánuðum. En mér finnst ólíklegt að við séum að sjá eitthvað annað en langtímamerki þar,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands.
Á Þorláksmessu mældist 3,4 stiga skjálfti klukkan 21.36 og rúmum fjórum klukkustundum seinna, mældist annar, 3,7 að stærð.
Benedikt segir skjálfta sem þessa nokkuð eðlilega í Bárðarbungu. Minnir virknin í henni einna helst á virknina síðari hluta 20. aldarinnar.
„Þá voru stórir skjálftar, við vorum reyndar ekki með mælingar þá. En þá var reglulega mjög stórir skjálftar þar,“ segir Benedikt.
Hann segir kviku vera að safnast upp en að það taki langan tíma. „Það var svo mikið magn sem var tekið. Við sjáum allavega engin merki að hún sé að fara að gera eitthvað meira núna,“ segir Benedikt.
Vísar hann þar til Holuhrauns en það er með stærstu hraungosum sem orðið hafa á sögulegum tíma.