Danir senda freigátu til Rauðahafsins

Jemen | 29. desember 2023

Danir senda freigátu til Rauðahafsins

Danir hyggjast senda freigátu til Rauðahafsins og Adenflóa til að verða við aukinni þörf á öryggisráðstöfunum á svæðinu. 

Danir senda freigátu til Rauðahafsins

Jemen | 29. desember 2023

Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur kallaði utanríkismálanefnd úr jólafríi til …
Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur kallaði utanríkismálanefnd úr jólafríi til að tilkynna árformin. AFP/Mads Claus Rasmussen

Danir hyggjast senda freigátu til Rauðahafsins og Adenflóa til að verða við aukinni þörf á öryggisráðstöfunum á svæðinu. 

Danir hyggjast senda freigátu til Rauðahafsins og Adenflóa til að verða við aukinni þörf á öryggisráðstöfunum á svæðinu. 

Þetta tilkynntu utanríkisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen, og varnamálaráðherra, Troels Lund Poulsen, að loknum fundi með utanríkismálanefnd Danmerkur í dag. 

Nefndin var í dag kölluð óvænt saman úr jólafríi til að fara yfir nýja stefnu varðandi alþjóðlegar aðgerðir. 

Skiptir sköpum fyrir skipaumferð

„Við höfum áhyggjur af því alvarlega ástandi sem er að þróast í Rauðahafinu, þar sem tilefnislausar árásir gegn almennum skipum halda áfram. Það skiptir sköpum fyrir bæði danska og alþjóðlega skipaumferð og fyrir þróun á svæðinu að hægt sé að sigla þar með öruggum hætti,“ sagði Poulsen í fréttatilkynningu.

Fjöldi flutningaskipa hafa orðið fyrir árásum að undanförnu og hefur uppreisnarhópur Húta í Jemen gengist við árásunum. Meðal skipana sem ráðist var á var skip frá danska skipaflutningafyrirtækinu Maersk.

mbl.is