Það er alltaf rétti tíminn til að finna hinn helminginn af sjálfum sér og leyfa sér að sleppa fram af sér beislinu. Sérstaklega þegar ástin er annars vegar.
Það er alltaf rétti tíminn til að finna hinn helminginn af sjálfum sér og leyfa sér að sleppa fram af sér beislinu. Sérstaklega þegar ástin er annars vegar.
Það er alltaf rétti tíminn til að finna hinn helminginn af sjálfum sér og leyfa sér að sleppa fram af sér beislinu. Sérstaklega þegar ástin er annars vegar.
Hafdís Björg Kristjánsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson, Kleini, byrjuðu saman á árinu. Í fyrstu vildu þau ekki kannast við það að vera saman þrátt fyrir að hún hefði staðfest það við blaðamann.
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og Jóhann H. Sigurðsson skrifstofustjóri Framsóknarflokksins fundu ástina á árinu.
Hafdís og Jóhann hafa bæði verið virk í félagsstarfi Framsóknarflokksins um tíma. Jóhann er sonur Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra og formanns flokksins.
Sumarástin greip leikarana Völu Kristínu Eiríksdóttur og Hilmi Snæ Guðnason. Leikararnir hafa báðir verið afkastamiklir á íslensku leiksviði, en Hilmir og Vala Kristín unnu náið saman í sýningunni Oleanna sem sýnd var í Borgarleikhúsinu á síðasta leikári.
Nokkur aldursmunur er á parinu, en Hilmir er fæddur árið 1969 og Vala Kristín árið 1991.
Þórður Daníel Þórðarson og Ásdís Rán Gunnarsdóttir fundu hvort annað á árinu. Þórður Daníel er þekkt íslensk útvarpsstjarna en síðustu fimm ár hefur hann búið í Búlgaríu. Hann rekur Icestore í borginni Plovdiv en verslunin selur nikótínpúða og rafsígarettur.
Ásdísi Rán þarf líklega ekki að kynna en hún skaust upp á stjörnuhimininn á unglingsaldri fyrir fyrirsætustörf sín.
Grínistinn Ari Eldjárn og Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi hönnunarverslunarinnar Hríms, fundu hvort annað á árinu. Ari er einn ástsælasti grínisti Íslands frá upphafi og sá fyrsti til að flytja uppistand sitt á Netflix. Tinna er annálaður fagurkeri og smekkona enda rekur hún gjafavöruverslun. Saman eru þau fyndin og skemmtileg eins og sást í Jólablaði Morgunblaðsins þar sem þau prýddu forsíðuna.
Margeir Ingólfsson og Karen Grétarsdóttir fundu hvort annað á árinu sem er að líða. Margeir er þekktur plötusnúður og það er Karen reyndar líka. Hún kallar sig Duchess og hefur þeytt skífum um allan heim. Auk þess að þeyta skífum stundar hún lögfræðinám. Margeir hefur unnið lengi í hugbúnaðargeiranum og er ráðgjafi og stjórnarformaður Hugsmiðjunnar.
Eva Pandora Baldursdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmenn Pírata, fundu ástina þegar þau tóku saman leigubíl eftir árshátíð félags fyrrum þingmanna.
Eva Pandora sat á þingi fyrir hönd Pírata 2016-2017 en Helgi Hrafn frá 2013-2016 og svo aftur á árunum 2017-2021.
Hildur Árnadóttir innanhússhönnuður og eigandi Studio Homested og Óskar Páll Sveinsson kvikmyndagerðamaður fundu hvort annað á árinu. Þau mættu saman í Háskólabíó þegar kvikmyndin Tilverur eftir Ninnu Pálmadóttir var frumsýnd á fimmtudaginn í tilefni af kvikmyndahátíðinni Riff.
Óskar Páll hefur gert það gott í heimi kvikmynda, heimildamynda og í auglýsingagerð í gegnum tíðina. Hann hefur líka framleitt marga skemmtilega sjónvarpsþætti. Á sama tíma og Óskar Páll hefur séð til þess að fólki leiðist ekki hefur Hildur fegrað umhverfi landsmanna með smekkvísi og sölu á hönnunarvörum.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, og Guðrún Ragna Hreinsdóttir, gæðastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík byrjuðu saman á árinu. Þau fóru saman í rómantíska ferð til Danmerkur þar sem ástin geislaði af þeim.
„Góðir dagar í Kaupmannahöfn með mikilli aðventu-hygge, glöggi og góðum mat,“ skrifa þau á samfélagsmiðla og birta myndir úr ferðinni til Kaupmannahafnar.
Agnes Hlíf Andrésdóttir viðskiptastjóri á auglýsingastofunni Hvíta húsinu og Guðmundur Arnar Guðmundsson einn af eigendum Akademias og Hoobla byrjuðu saman á árinu. Bæði hafa þau verið áberandi í viðskiptalífinu og auglýsingaheiminum. Hann var áður markaðsstjóri Nova, Íslandsbanka og Wow air áður en hann stofnaði Akademias og kom inn í hluthafahóp Hoobla.
Agnes Hlíf starfaði áður á H:N auglýsingastofunni. Þau Agnes Hlíf og Guðmundur Arnar eiga það sameiginlegt að kunna að njóta menningar og lista. Þeim finnst gaman að ferðast, stunda heilsurækt og rannsaka lífið í allri sinni dýrð.