Lilja og Magga Pála sóluðu sig á Bahamas

Íslendingar í útlöndum | 29. desember 2023

Lilja og Magga Pála sóluðu sig á Bahamas

Jólin voru sólrík hjá Lilju Sigurðardóttur og Möggu Pálu. Þær áttu saman dýrindis daga með fjölskyldu sinni á draumaeyjunni Bahamas í Karabíska hafinu þar sem borðaðir voru risasniglar og buslað í sjónum með sundgrísum svo fátt eitt sé nefnt.

Lilja og Magga Pála sóluðu sig á Bahamas

Íslendingar í útlöndum | 29. desember 2023

Llija Sigurðardóttir naut lífsins í sólinni.
Llija Sigurðardóttir naut lífsins í sólinni. Skjáskot/Instagram

Jólin voru sólrík hjá Lilju Sigurðardóttur og Möggu Pálu. Þær áttu saman dýrindis daga með fjölskyldu sinni á draumaeyjunni Bahamas í Karabíska hafinu þar sem borðaðir voru risasniglar og buslað í sjónum með sundgrísum svo fátt eitt sé nefnt.

Jólin voru sólrík hjá Lilju Sigurðardóttur og Möggu Pálu. Þær áttu saman dýrindis daga með fjölskyldu sinni á draumaeyjunni Bahamas í Karabíska hafinu þar sem borðaðir voru risasniglar og buslað í sjónum með sundgrísum svo fátt eitt sé nefnt.

„Við kveðjum Bahamas með söknuði enda höfum við átt hér yndislega tíu daga. Við höfum slakað á og skemmt okkur í réttum hlutföllum með sand á milli tánna, kynnst sundgrísum og borðað margt gott. Ekki amalegt jólafrí atarna!“ segir Lilja í opinni færslu á Facebook.

Þekkt er að rithöfundar þurfa gott frí yfir jólin eftir annasama bókavertíð í aðdraganda jólanna og svo virðist sem Lilja er þar engin undantekning en fyrir þessi jól sendi hún frá sér sína tíundu glæpasögu sem heitir Dauðadjúp sprunga.

mbl.is