Árið 2023 héldu Íslendingar áfram að kaupa og selja bíla og ástfangin pör héldu áfram að fara á rúntinn þrátt fyrir heimsendaspár. Einn maður komst þó í bílafréttir á árinu fyrir það að keyra ekki bíl.
Árið 2023 héldu Íslendingar áfram að kaupa og selja bíla og ástfangin pör héldu áfram að fara á rúntinn þrátt fyrir heimsendaspár. Einn maður komst þó í bílafréttir á árinu fyrir það að keyra ekki bíl.
Árið 2023 héldu Íslendingar áfram að kaupa og selja bíla og ástfangin pör héldu áfram að fara á rúntinn þrátt fyrir heimsendaspár. Einn maður komst þó í bílafréttir á árinu fyrir það að keyra ekki bíl.
Eitt þekktasta par landsins, Vítalía Lazareva og Arnar Grant, vörðu kvennafrídeginum saman en til þeirra sást þar sem þau rúntuðu um miðbæinn á tveggja ára gömlum Land Rover Defender. Bíllinn var skráður á fyrirtækið Eskimóar Holding ehf. sem er félag sem starfar í ferðaþjónustu.
Ný þáttaröð af norsku útrásarþáttunum Exit fór í loftið í mars. Íslendingar eru með svipaðan stíl og Norðmennirnir glæfralegu. Í þriðju þáttaröðinni er Adam Veile kominn á Benz-jeppann Mercedes-AMG G63 en keyrði auðvitað um á dýrari lúxusútgáfu sem nefnist Brabus og kostar yfir 100 milljónir. Mercedes-AMG G63 kostar um 60 milljónir króna. Fjórir samskonar bílar voru í umferð á Íslandi í mars sem voru yngri en tveggja ára. Árið 2022 voru tveir slíkir gripir fluttir inn og í janúar og febrúar á þessu ári bættust tveir til viðbótar.
Sigurður Elí Bergsteinsson, eigandi skemmtistaðarins EXIT og matsölustaðarins Vefjunnar, tók þá ákvörðun í sumar að selja Porsche-bifreið sína með einkanúmerinu EXIT. Hann fór aftur á gamla Range Rover-jeppann og sagði skilið við bílnúmerið. „Ég seldi hann eftir „fíaskó“ sumarsins,“ útskýrði Sigurður Elí. Porsche-bifreið Sigurðar Elís vakti ómælda athygli á sumarmánuðum þegar hún sást yfirgefin á umferðareyju í Reykjavík og einnig þegar henni var lagt í sérmerkt stæði fyrir hreyfihamlaða fyrir utan Landsbankann og héraðsdóm Reykjaness örfáum dögum seinna.
Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, sást á trylltum sportjeppa af tegundinni Porsche Cayenne í sumar. Grunnverð hér á landi á slíkum bíl var rúmlega 16,4 milljónir. Í nóvember fékk hann einkanúmerið PBT. Patrik virðist vera sérlega hrifinn af glæsikerrum frá Porsche, en hann keyrði áður um á ljósbláum sportbíl af tegundinni Porsche Taycan. Blái bílinn var frá árinu 2022 og setti Patrik hann á sölu og var verðmiðinn 14,9 milljónir.
Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður fór í gegnum sumarið á hjóli og sem farþegi. Hann missti bílprófið tímabundið í vor í kjölfar þess að hann var tekinn fyrir akstur undir áhrifum áfengis. „Eins fyndið og það hljómar þá finn ég fyrir ákveðinni tómleikatilfinningu því Villi samstarfsmaður minn hefur sótt mig nánast á hverjum morgni,“ sagði Sigmar í samtali við Smartland þegar hann endurheimti bílprófið í lok ágúst.