Segja Breta búa sig undir sókn gegn Hútum

Jemen | 31. desember 2023

Segja Breta búa sig undir sókn gegn Hútum

Breski og bandaríski herinn búa sig undir að gera fjölda árása gegn upp­reisn­ar­mönnum Húta á Rauðahafi. Þetta herma heimildir breska dagblaðsins The Times. Hútar hafa valdið miklum usla með því að ráðast á eða leggja undir sig skip sem eiga leið um hafið.

Segja Breta búa sig undir sókn gegn Hútum

Jemen | 31. desember 2023

Skipa­fé­lagið Maersk hóf sigl­ing­ar á ný um Rauðahafið eft­ir að …
Skipa­fé­lagið Maersk hóf sigl­ing­ar á ný um Rauðahafið eft­ir að hafa hætt þeim tíma­bundið vegna árása upp­reisn­ar­hóps Húta í Jemen á flutn­inga­skip. AFP

Breski og bandaríski herinn búa sig undir að gera fjölda árása gegn upp­reisn­ar­mönnum Húta á Rauðahafi. Þetta herma heimildir breska dagblaðsins The Times. Hútar hafa valdið miklum usla með því að ráðast á eða leggja undir sig skip sem eiga leið um hafið.

Breski og bandaríski herinn búa sig undir að gera fjölda árása gegn upp­reisn­ar­mönnum Húta á Rauðahafi. Þetta herma heimildir breska dagblaðsins The Times. Hútar hafa valdið miklum usla með því að ráðast á eða leggja undir sig skip sem eiga leið um hafið.

Samkvæmt Times myndi Bretland ganga til liðs við Bandaríkin og hugsanlega önnur Evrópulönd og að hleypa af flugskeytahríð annað hvort á Rauðahafi eða í Jemen, þar sem uppreisnarmenn Húta hafa bækistöðvar.

Greint var frá því í dag að danskt frakt­skip frá Maersk hefði orðið fyr­ir tveim­ur árás­um á ein­um sól­ar­hring af hönd­um upp­reisn­ar­manna Húta í Jemen.

Síðasta viðvörunin

Hút­ar hafa ítrekað skotið eld­flaug­um og sigað árás­ar­drón­um á flutn­inga­skip sem eiga leið um Rauðahafið. Að sögn Banda­ríkja­hers er þetta í 23. skiptið sem Hút­ar gera árás­ir á flutn­inga­skip síðan 19. nóv­em­ber.

Times hefur eftir heimildarmanni sínum sem vinnur náið með ríkisstjórninni að herinn gæti notast við herþotur og HMS-Diamond herskip í árásinni.

Miðillinn segir að á næstu klukkustundum megi búast við fordæmalausri yfirlýsingu frá Bandaríkjunum og Bretlandi, þar sem Hútar verði varaðir við því að ráðast á bátana – annars sé herjum vesturlanda að mæta. Heimildamaður Times segir yfirlýsinguna vera „síðustu viðvörunina“.

„Ef Hútarnir halda áfram að ógna mannslífum og viðskiptum, munum við vera neyðast til þess að grípa til nauðsynlegra og viðeigandi aðgerða,“ sagði Grant Shapps, varnamálaráðherra Breta, fyrr í dag.

mbl.is