Þremur bátum sökkt í árás á danskt fraktskip

Jemen | 31. desember 2023

Þremur bátum sökkt í árás á danskt fraktskip

Danskt fraktskip frá Maersk er nefnist Hangzhou hefur orðið fyrir tveimur árásum á einum sólarhring af höndum uppreisnarmanna Húta í Jemen.

Þremur bátum sökkt í árás á danskt fraktskip

Jemen | 31. desember 2023

Danskt fraktskip hefur orðið fyrir tveimur árásum á einum sólarhring.
Danskt fraktskip hefur orðið fyrir tveimur árásum á einum sólarhring. AFP/Aaron Lau/Bandaríska varnarmálaráðuneytið

Danskt fraktskip frá Maersk er nefnist Hangzhou hefur orðið fyrir tveimur árásum á einum sólarhring af höndum uppreisnarmanna Húta í Jemen.

Danskt fraktskip frá Maersk er nefnist Hangzhou hefur orðið fyrir tveimur árásum á einum sólarhring af höndum uppreisnarmanna Húta í Jemen.

Í gær var skipið hæft í flugskeytaárásum Húta á Rauðahafi en tveir bandarískir tundurspillar, Gravely og Laboon, komu skipinu til aðstoðar. Á meðan þeirri aðgerð stóð þurfti tundurspillirinn Gravely að skjóta niður tvö flugskeyti til viðbótar.

Bandaríkjaher greinir nú frá því að snemma í morgun að staðartíma hafi skipið sent frá sér annað neyðarkall á innan við 24 klukkustundum þar sem tilkynnt var um árás fjögurra smábáta, sem stjórnað var af Hútum.

Komust Hútar í innan við 20 metra fjarlægð frá skipinu og skutu á áhöfn Hangzhou með byssum og reyndu að komast um borð í skipið. Öryggisverktakar um borð skutu til baka á skipin en svo komu bandarískar herþyrlur og brugðust við neyðarkallinu. Sökktu þeir þremur smábátum Húta en fjórði smábáturinn náði að flýja.

Ítrekaðar árásir

Gerðist þetta sem fyrr segir á Rauðahafinu en á því siglingasvæði hafa Hútar miskunnarlaust skotið eldflaugum og sigað árásardrónum á flutningaskip sem eiga þar leið hjá. Að sögn Bandaríkjahers er þetta í 23. skiptið sem Hútar gera árásir á flutningaskip síðan 19. nóvember.

Hútar gera þessar árásir til stuðnings hryðjuverkasamtökunum Hamas og eru studdir af klerkastjórninni í Íran.

mbl.is