Fólk fylgdi hjartanu á árinu og enn aðrir sögðu frá því hvernig líf þeirra breyttist þegar þeir tóku áhættu á vinnumarkaði. Sumir upplifðu mótvind en þegar upp var staðið sköpuðust ný tækifæri.
Fólk fylgdi hjartanu á árinu og enn aðrir sögðu frá því hvernig líf þeirra breyttist þegar þeir tóku áhættu á vinnumarkaði. Sumir upplifðu mótvind en þegar upp var staðið sköpuðust ný tækifæri.
Fólk fylgdi hjartanu á árinu og enn aðrir sögðu frá því hvernig líf þeirra breyttist þegar þeir tóku áhættu á vinnumarkaði. Sumir upplifðu mótvind en þegar upp var staðið sköpuðust ný tækifæri.
Samfélagsmiðlastjarnan og metsölubókahöfundurinn Sólrún Diego var ráðin til starfa innan markaðsteymis Kringlunnar. Sólrún starfaði áður sem markaðsstjóri barnavöru verslananna Vonar verslunar og Bíum Bíum. Í febrúar síðastliðnum útskrifaðist hún sem viðskiptafræðing ur með áherslu á markaðssamskipti og samfélagsmiðla frá Háskólanum á Bifröst.
Fjölmiðladrottningin Björk Eiðsdóttir sagði upp starfi sínu á Fréttablaðinu rétt áður en útgáfu blaðsins var hætt. Seinna var hún ráðin sem fjölmiðlafulltrúi Björgólfs Thors Björgólfssonar viðskiptamanns.
Stjörnukírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, breytti til þegar hann færði kírópraktorstöð sína. Kírópraktorstöð Reykjavíkur sameinaðist Líf Kírópraktík.
Fjölmiðlamaðurinn Snorri Másson hætti á fréttastofu Stöðvar 2. Í vor sagðist hann ætla að prófa eitt hvað annað en endaði svo á að stofna eigin fjölmiðil. Fjölmiðillinn heitir Snorri Más son ritstjóri og er Snorri Másson sjálfur ritstjóri.
Birna Einarsdóttir hætti sem bankastjóri hjá Íslandsbanka eftir umdeilt söluferli á hlut ríkisins í bankanum. Hún sat ekki lengi verkefnalaus og var fljótlega hún orðin stjórn ar formaður í íslenska hönn un ar fyr ir tæk inu FÓLK Reykja vík. Fleiri tækifæri biðu hennar.
Böðvar Þór Eggertsson sagði frá því í viðtali við tímarit Smartlands hvernig hann ögraði sér á vinnumarkaði. „Ég er á þeim stað í lífinu akkúrat núna að ég ætla mér að ná langt og þannig hefur það alltaf verið. Ég hef samt gert fullt af mistökum en það er líka allt í lagi. Ég er 55 ára og hef nú tekið U-beygju í lífinu. Ég ætla að ná jafnlangt í viðskiptalífinu og ég náði í hárinu,“ sagði Böðvar eða Böddi eins og hann er kallaður. Hann gerðist fasteignasali og tók þátt í að gera upp hótel á Blönduósi.
Hildur Sif Hauksdóttir, áhrifavaldur með meiru, hætti sem sem deildarstjóri viðskiptatengsla hjá fjártæknifyrirtæki í London á árinu. „Mér fannst æðislegt að búa í London en var samt meira en til búin að flytja aftur heim til Íslands eftir að hafa öðlast dýrmæta reynslu á alþjóðleg um vinnumarkaði og tilbúin að takast á við ný spennandi tæki færi á Íslandi,“ sagði Hildur Sif í viðtali við mbl.is.
Anna Fríða Gísladóttir, eitt mesta markaðsséní landsins, kom með óvænta tilkynningu í haust. Hún greindi frá því að hún ætlaði ekki að snúa aftur sem forstöðumaður markaðsmála hjá Play eftir fæðingarorlof.
Sjónvarpsstjarnan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir er alltaf með mörg járn í eldinum. Í vor tók hún og eiginmaður hennar, Haukur Ingi Guðnason, við búðunum Duxiana og Í gegnum glerið. Með þeim í verkefninu eru vinahjón þeirra, Jón Helgi Erlendsson og Martina Vigdís Nardini. Duxiana var lengi þekkt fyrir að selja hágæða hönnunarvörur í Ármúla. Seinna á árinu voru verslanirnar sameinaðar undir nafninu Verona.
Ljósbrá Logadóttir útskrifaðist með Executive MBA-gráðu frá Háskóla Íslands í júní en hún er einstaklega fróðleiksfús manneskja. Aðdáendur hlaðvarpsins Hæ hæ þekkja Lósbrá vel en hún og Hjálmar Örn Jóhannsson eru par. „Á skólahelgum hittumst við oft í dyrunum og Hjálmar fór beint að skemmta fram á kvöld. Ég pantaði þá bara mat og kúrði fram á kvöld með krökk un um. Þetta er bara stutt tíma bil og allt í einu er þetta búið,“ sagði Ljósbrá meðal annars í viðtali um námið í skólablaði Morgunblaðsins í haust.
Berglind Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi matarbloggari, tók stór skref á árinu. Félag hennar GRGS ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta en matarbloggið hennar Gulur, rauður, grænn og salt var lengi eitt vinsælasta matarblogg landsins. Hún ákvað að snúa sér að nýjum ástríðum. Hún útskrifaðist sem markþjálfi og stofnaði vefmiðilinn Salina.is.
María Stefánsdóttir, markþjálfi og stjórnendaþjálfi, var forstöðumaður hjá Icelandair en ákvað að fylgja hjartanu fyrir nokkrum árum og skipta um starfsvettvang. „Ég upplifði ótta og afkomukvíða. Ég hugsaði ekki mikið út í það sem er stærsta breytingin en það er að vinna ein, kannski sem betur fer því ég er mikil félagsvera og vön að vinna með fullt af skemmtilegu fólki,“ segir hún í skólablaði Morgunblaðsins og bætti við: „Það tók mig langan tíma að taka þessa ákvörðun og ég þurfti mikla markþjálfun sjálf til þess að þora að taka stökkið og komast yfir óttann. Ég er lánsöm að þekkja mjög marga og er með gott tengslanet. Það hefur hjálpað mér og það er nóg að gera hjá mér. Ég er ennþá að vaxa.“