Uppsjávarútgerðpirnar bíða spenntar eftir því að loðnuveiðar fari aftur af stað en rannsóknir gefa ekki tilefni til mikillar bjartsýni.
Uppsjávarútgerðpirnar bíða spenntar eftir því að loðnuveiðar fari aftur af stað en rannsóknir gefa ekki tilefni til mikillar bjartsýni.
Uppsjávarútgerðpirnar bíða spenntar eftir því að loðnuveiðar fari aftur af stað en rannsóknir gefa ekki tilefni til mikillar bjartsýni.
„Þetta er skammlífur stofn og getur gengið í gegnum miklar breytingar á stuttum tíma. Bætir ekki úr skák að mælingarnar fara oft fram við mjög erfiðar aðstæður og ótal umhverfisþættir sem spila þar inn í,“ útskýrir Garðar Ágúst Svavarsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði (LVF), í viðtali í desemberblaði 200 mílna. „Þá er óheppilegt ef veiðarnar fara seint af stað, gott væri að geta byrjað veiðar snemma þegar fitan er sem mest í fiskinum.“
Enn er ekki hægt að selja inn á Rússlandsmarkað en það olli framleiðendum uppsjávartegunda miklum búsifjum á sínum tíma, þegar sá markaður lokaðist í ágúst árið 2015. Innrás Rússlandshers í Úkraínu hefur ekki bætt ástandið. „Þessi tvö lönd hafa verið sterkir markaðir fyrir loðnuhænginn en á móti kemur að aðrir markaðir fyrir loðnu eru ágætlega á sig komnir og sala á loðnuhrygnu inn á Asíu gengur vel. Mjög góð hrognaframleiðsla um landið allt þýðir að útgerðir sitja á töluverðum birgðum og mun sala þeirra því taka lengri tíma en oft áður.“
Útflytjendur vita að ástand loðnustofnsins er sveiflukennt og hafa lært að haga rekstri sínum þannig að þeir ráði fjárhagslega við sveiflurnar. Garðar bendir þó á að það geti dregið dilk á eftir sér ef það gerist að engin loðna veiðist. „Það skiptir miklu máli að eiga vöru til að bjóða kaupendum og útgerðir finna það greinilega að ef þær geta ekki skaffað vöruna þá tapa þær mörkuðum og það getur tekið langan tíma að byggja viðskiptasamböndin upp að nýju.“
Viðtalið við Garðar má lesa í desemberblaði 200 mílna.