Sara Jasmín og Móeiður fögnuðu nýju ári á Tenerife

Spánn | 2. janúar 2024

Sara Jasmín og Móeiður fögnuðu nýju ári á Tenerife

Fjölmargar íslenskar stjörnur flúðu kuldann á Íslandi og héldu upp á jólin á Tenerife. Áhrifavaldurinn Sara Jasmín Sigurðardóttir og flugfreyjan Móeiður Svala Magnúsdóttir voru þó ekki meðal þeirra, en þær héldu jólin á Íslandi og skelltu sér svo til Tenerife þar sem þær tóku á móti nýju ári. 

Sara Jasmín og Móeiður fögnuðu nýju ári á Tenerife

Spánn | 2. janúar 2024

Vinkonurnar Sara Jasmín Sigurðardóttir og Móeiður Svala Magnúsdóttir vörðu áramótunum …
Vinkonurnar Sara Jasmín Sigurðardóttir og Móeiður Svala Magnúsdóttir vörðu áramótunum á Tenerife! Samsett mynd

Fjölmargar íslenskar stjörnur flúðu kuldann á Íslandi og héldu upp á jólin á Tenerife. Áhrifavaldurinn Sara Jasmín Sigurðardóttir og flugfreyjan Móeiður Svala Magnúsdóttir voru þó ekki meðal þeirra, en þær héldu jólin á Íslandi og skelltu sér svo til Tenerife þar sem þær tóku á móti nýju ári. 

Fjölmargar íslenskar stjörnur flúðu kuldann á Íslandi og héldu upp á jólin á Tenerife. Áhrifavaldurinn Sara Jasmín Sigurðardóttir og flugfreyjan Móeiður Svala Magnúsdóttir voru þó ekki meðal þeirra, en þær héldu jólin á Íslandi og skelltu sér svo til Tenerife þar sem þær tóku á móti nýju ári. 

Vinkonurnar vörðu áramótunum í sólinni á fimm stjörnu lúxushótelinu Boabab Suites á Adeje. Þær birtu myndir af sér frá gamlárskvöldi þar sem þær stóðu á svölunum á hótelinu með glæsilegt útsýni yfir bæinn í bakgrunni. 

Lúxusbragur er yfir hótelinu sem er með fimm stjörnur.
Lúxusbragur er yfir hótelinu sem er með fimm stjörnur. Ljósmynd/Baobabsuites.com

Þakklátar fyrir árið

„Þakklát fyrir árið sem er að líða og að fá að fagna því nýja með fólkinu mínu,“ skrifaði Sara Jasmín við myndaröð af sér frá kvöldinu, en hún klæddist silfruðum glimmerkjól.

„Besta árið hingað til, þakklát og spennt fyrir öllu sem 2024 mun hafa í för með sér,“ skrifaði Móeiður Svala, en hún birti einnig myndaröð frá kvöldinu og klæddist bláu pallíettupilsi við hvítan bol og hvít stígvél. 

View this post on Instagram

A post shared by Móeiður Svala (@moasva)

mbl.is