Ráðgjafi forseta Írans kennir Ísraelum og Bandaríkjamönnum um sprengingarnar tvær sem urðu 103 að bana í dag, skammt frá grafhýsi Qasem Soleimani, æðsta herforingja Írans. Bandaríkin segja sprengingarnar líkjast hryðjuverkaárásum ISIS.
Ráðgjafi forseta Írans kennir Ísraelum og Bandaríkjamönnum um sprengingarnar tvær sem urðu 103 að bana í dag, skammt frá grafhýsi Qasem Soleimani, æðsta herforingja Írans. Bandaríkin segja sprengingarnar líkjast hryðjuverkaárásum ISIS.
Ráðgjafi forseta Írans kennir Ísraelum og Bandaríkjamönnum um sprengingarnar tvær sem urðu 103 að bana í dag, skammt frá grafhýsi Qasem Soleimani, æðsta herforingja Írans. Bandaríkin segja sprengingarnar líkjast hryðjuverkaárásum ISIS.
Ráðgjafi Joe Bidens Bandaríkjaforseta sagði við blaðamenn fyrr í dag að sprengingarnar litu út fyrir að vera „hryðjuverkaárás, eins og ISIS hefur gert í gegnum tíðina“.
Írönsk stjórnvöld halda þó öðru fram. Mohammad Jamshidi, ráðgjafi forseta Írans skrifaði á X, áður Twitter: „Washington segir að Bandaríkin og Ísrael hafi ekki átt þátt í hryðjuverkaárásinni í Kerman í Íran. Í alvöru?“
„Misskiljið ekki. Ábyrgðin á þessum glæp liggur hjá Bandaríkjastjórn og síonistastjórnum og hryðjuverk eru bara tæki,“ bætti Jamshidi við.
Rahman Jalali, varahéraðsstjóri Kerman-héraðs, segir atburðinn vera hryðjuverk. AFP fréttaveitan greinir hins vegar frá því að sprengingarnar tvær, sem fjallað er um sem „hryðjuverkaárásir“, séu í raun afleiðing mikillar spennu í Miðausturlöndum vegna átaka Ísraels og Hamas á Gasa.
Jafnframt segir á að sprengjuárásirnar séu tengdar drónaárás Ísraels í Beirút, höfuðborg Líbanons, sem framin var í gær. Saleh al-Aruri, næstráðandi Hamas-hryðjuverkasamtakanna, var meðal þeirra sex sem féllu í árásinni.