Laufey hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin

Laufey | 3. janúar 2024

Laufey hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin

Laufey Lín Jónsdóttir, söngkona og lagahöfundur, hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2023 sem afhent voru á Kjarvalstöðum rétt í þessu.

Laufey hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin

Laufey | 3. janúar 2024

Guðni Th. Jóhannesson Laufey Lín Jónsdóttir og Rannveig Rist hjá …
Guðni Th. Jóhannesson Laufey Lín Jónsdóttir og Rannveig Rist hjá Rio Tinto við afhendinguna í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Laufey Lín Jónsdóttir, söngkona og lagahöfundur, hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2023 sem afhent voru á Kjarvalstöðum rétt í þessu.

Laufey Lín Jónsdóttir, söngkona og lagahöfundur, hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2023 sem afhent voru á Kjarvalstöðum rétt í þessu.

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin, sem eru áletraður gripur úr áli frá ISAL í Straumsvík og ein og hálf milljón króna í verðlaunafé.

Laufey Lín tók að sjálfsögðu lagið.
Laufey Lín tók að sjálfsögðu lagið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið afhent árlega frá árinu 1981. ISAL álverið í Straumsvík hefur verið bakhjarl verðlaunanna frá árinu 2000. Forseti Íslands hefur frá upphafi verið verndari verðlaunanna.

Glæsilegur fulltrúi íslenskrar menningar

Í umsögn dómnefndar segir: 

„Laufey Lín er glæsilegur fulltrúi íslenskrar menningar, hún er vel menntuð og einbeitt í störfum sínum og hefur náð einstökum árangri á heimsvísu á mjög skömmum tíma. Hún er einstök fyrirmynd fyrir ungt íslenskt tónlistarfólk. Tónlist hennar sameinar strauma úr jazzi og samtímatónlist og  hennar einstaka rödd og lagasmíðar hafa skipað hana í fremstu röð ungra tónlistarmanna í heiminum í dag“. 

Laufey Lín mætti með fjölskyldu sinni til athafnarinnar.
Laufey Lín mætti með fjölskyldu sinni til athafnarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

 

Í dómnefnd sátu Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórðarson, Sif Gunnarsdóttir og Rannveig Rist.

mbl.is