Átján skipafyrirtæki hafa fyrirskipað flutningaskipum sínum að sigla suður í kringum Afríku til þess að forðast Rauðahaf, þar sem fjöldi flutningaskipa hefur orðið fyrir árásum að undanförnu. Vestræn ríki hafa kennt uppreisnarmönnum Húta í Jemen um árásirnar.
Átján skipafyrirtæki hafa fyrirskipað flutningaskipum sínum að sigla suður í kringum Afríku til þess að forðast Rauðahaf, þar sem fjöldi flutningaskipa hefur orðið fyrir árásum að undanförnu. Vestræn ríki hafa kennt uppreisnarmönnum Húta í Jemen um árásirnar.
Átján skipafyrirtæki hafa fyrirskipað flutningaskipum sínum að sigla suður í kringum Afríku til þess að forðast Rauðahaf, þar sem fjöldi flutningaskipa hefur orðið fyrir árásum að undanförnu. Vestræn ríki hafa kennt uppreisnarmönnum Húta í Jemen um árásirnar.
Þetta segir Arsenio Dominguez, forstjóri Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar, sem heyrir undir Sameinuðu þjóðirnar.
„Talsverður fjöldi fyrirtækja, um það bil átján, hefur þegar ákveðið að beina skipum sína í kringum Suður-Afríku til þess að fækka árásum á skipin sín,“ hefur AFP-fréttaveitan eftir Dominguez. Það þýðir að allar ferðir verði tíu dögum lengri en ella, sem muni hafa slæm áhrif á viðskiptin og auka flutningskostnað.
Hútar skutu tveimur flugskeytum í suðurhluta Rauðahafs frá Jemen í gærkvöldi, að sögn bandarískra stjórnvalda. Þeir eru taldir hafa gert árásirnar til stuðnings hryðjuverkasamtökunum Hamas og eru þeir studdir af klerkastjórninni í Íran. Það var 24. árásin sem beint var gegn kaupskipum á suðurhluta Rauðahafs síðan 19. nóvember, að sögn bandarískra stjórnvalda.