Kennir eiginkonunni um ófrjósemina

Kanye West | 4. janúar 2024

Kennir eiginkonunni um ófrjósemina

Kanye West er sagður kenna eiginkonu sinni Biöncu Censori fyrir að vera ekki orðin ólétt nú þegar en þau hafa verið saman í eitt ár. Þetta herma heimildir The Mirror.

Kennir eiginkonunni um ófrjósemina

Kanye West | 4. janúar 2024

Kanye West vill eignast fleiri börn.
Kanye West vill eignast fleiri börn. AFP

Kanye West er sagður kenna eiginkonu sinni Biöncu Censori fyrir að vera ekki orðin ólétt nú þegar en þau hafa verið saman í eitt ár. Þetta herma heimildir The Mirror.

Kanye West er sagður kenna eiginkonu sinni Biöncu Censori fyrir að vera ekki orðin ólétt nú þegar en þau hafa verið saman í eitt ár. Þetta herma heimildir The Mirror.

Rapparinn á fjögur börn með fyrrverandi eiginkonu sinni Kim Kardashian og segist vilja eignast börn með Censori. 

Heimildarmenn segja að West sé mjög í mun að viðhalda þeirri ímynd að hann sé frjór og mikill foli en staðreyndin sé hins vegar sú að hann vakir frameftir með vinum sínum og Censori endi alltaf á því að fara ein að sofa. 

Í spjallþætti James Corden árið 2019 sagði West að hann vildi eignast fjölmörg börn. „Ég vil sjö börn. Að eignast eins mörg börn og mögulegt er er eitt mesta ríkidæmið,“ sagði West.

mbl.is