Hrunamannahreppur tilbúinn að endurskoða gjaldhækkanir

Kjaraviðræður | 5. janúar 2024

Hrunamannahreppur tilbúinn að endurskoða gjaldhækkanir

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps er reiðubúinn að taka upp og endurskoða gjaldskrárhækkanir, verði að þjóðarsátt um lækkun verðbólgu á almennum vinnumarkaði verður á almennum vinnumarkaði. 

Hrunamannahreppur tilbúinn að endurskoða gjaldhækkanir

Kjaraviðræður | 5. janúar 2024

Aldís Hafsteinsdóttir er sveitarstjóri Hrunamannahrepps.
Aldís Hafsteinsdóttir er sveitarstjóri Hrunamannahrepps. Samsett mynd/mbl.is/Sigurður Bogi

Sveit­ar­stjórn Hruna­manna­hrepps er reiðubú­inn að taka upp og end­ur­skoða gjald­skrár­hækk­an­ir, verði að þjóðarsátt um lækk­un verðbólgu á al­menn­um vinnu­markaði verður á al­menn­um vinnu­markaði. 

Sveit­ar­stjórn Hruna­manna­hrepps er reiðubú­inn að taka upp og end­ur­skoða gjald­skrár­hækk­an­ir, verði að þjóðarsátt um lækk­un verðbólgu á al­menn­um vinnu­markaði verður á al­menn­um vinnu­markaði. 

Frá þessu grein­ir sveit­ar­stjórn­in í yf­ir­lýs­ingu. Þar seg­ir að eitt mik­il­væg­asta verk­efni í kom­andi kjaraviðræðum sé að ná niður verðbólg­unni og vöxt­um í sam­fé­lag­inu. Eigi að nást ár­ang­ur í bar­átt­unni við verðbólgu og vexti verði all­ir að taka hönd­um sam­an.

„Þjóðfé­lagið allt verður að leggj­ast á ár­arn­ar svo koma megi á stöðug­leika í efna­hags­mál­um,“ kem­ur fram í yf­ir­lýs­ing­unni

Segja gjald­skrár­hækk­an­ir sín­ar al­mennt vera hóf­leg­ar

Sveit­ar­stjórn Hruna­manna­hrepps seg­ir að gjald­skrár í hreppn­um séu marg­ar hverj­ar með því lægsta sem ger­ist. 

„Eigi að síður vill sveit­ar­stjórn með þess­ari yf­ir­lýs­ingu lýsa sig reiðubúna til að taka upp og end­ur­skoða þær gjald­skrár­hækk­an­ir sem samþykkt­ar voru við gerð fjár­hags­áætl­un­ar fyr­ir árið 2024 verði af þjóðarsátt allra þeirra aðila sem nefnd­ir eru hér að ofan,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni og er þar vísað til Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og stærstu fé­laga inn­an Alþýðusam­bands­ins.  

Jafn­framt minn­ir sveit­ar­stjórn á fyrri bók­un meiri­hluta frá 16. nóv­em­ber sl. um að sveit­ar­stjóri og odd­viti munu einnig taka þátt í þeim aðgerðum verði þjóðarsátt að veru­leika.

mbl.is