Sorp hefur víða safnast upp á heimilum Reykjavíkurborgar þar sem að Sorphirða Reykjavíkur hefur ekki getað annað hirðu á pappír og plasti. Sorphirðufólk verður að störfum í dag og mun lengja vinnudaginn við hirðu í næstu viku til þess að vinna upp tafirnar sem orðið hafa.
Sorp hefur víða safnast upp á heimilum Reykjavíkurborgar þar sem að Sorphirða Reykjavíkur hefur ekki getað annað hirðu á pappír og plasti. Sorphirðufólk verður að störfum í dag og mun lengja vinnudaginn við hirðu í næstu viku til þess að vinna upp tafirnar sem orðið hafa.
Sorp hefur víða safnast upp á heimilum Reykjavíkurborgar þar sem að Sorphirða Reykjavíkur hefur ekki getað annað hirðu á pappír og plasti. Sorphirðufólk verður að störfum í dag og mun lengja vinnudaginn við hirðu í næstu viku til þess að vinna upp tafirnar sem orðið hafa.
Þór Jakobsson, íbúi í Espigerði, birti myndina hér að ofan á Facebook-síðu sinni og gaf mbl.is góðfúslegt leyfi til að birta hana.
Í samtali við mbl.is segir hann að formanni húsfélags hússins hafi tekist halda sorpgeymslunni snyrtilegri en annars myndi sorp flæða út á stétt.
Í húsinu eru 39 íbúðir og segir Þór að víða í íbúðum fólks hrúgist pokar upp og bíða þess að komast í sorpgeymsluna.
Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að sorphirða Reykjavíkur hefur ekki getað annað hirðu á pappír og plasti nægjanlega hratt í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum og Breiðholti.
Úrgangur var mikill eftir hátíðirnar og færð verið erfið undanfarna daga. Þá hafa tafir meðal annars orðið vegna bilun á sorphirðubílum.
Að jafnaði eru tveir bílar á vegum verktakans sem losar grenndargáma höfuðborgarsvæðisins en um áramótin biluðu báðir bílarnir.
Því hafa verið tafir á losun grenndargáma en áhersla er lögð á losun gáma í hverfum þar sem tafir eru á hirðu við heimili. Til þess að draga úr áhrifunum hefur Sorphirða Reykjavíkur lánað einn af sínum sorphirðubílum til að losa grenndargáma á kvöldin.
Losun á tunnum við heimili fer nú fram í Hlíðum og Holtum og er farið austur eftir.