Norðurkóreski herinn hélt æfingu á vesturströnd ríkisins í dag. Um er að ræða þriðja daginn í röð þar sem Norður-Kóreumenn eru með heræfingu nærri lögsögu Suður-Kóreumanna.
Norðurkóreski herinn hélt æfingu á vesturströnd ríkisins í dag. Um er að ræða þriðja daginn í röð þar sem Norður-Kóreumenn eru með heræfingu nærri lögsögu Suður-Kóreumanna.
Norðurkóreski herinn hélt æfingu á vesturströnd ríkisins í dag. Um er að ræða þriðja daginn í röð þar sem Norður-Kóreumenn eru með heræfingu nærri lögsögu Suður-Kóreumanna.
Suðurkóreskir miðilinn Yonhap News greinir frá þessu.
Heræfingarnar fóru fram klukkan 16 á staðartíma nærri suðurkóresku eyjunni Yeonpyeong. Enginn norðurkóresk skot féllu innan lögsögu Suður-Kóreu að sögn miðilsins. Þá hafa engar tilkynningar borist um manntjón.
Íbúar Yeonpyeong voru hvattir til þess að halda sig heima vegna heræfingarinnar og mögulegum viðbrögðum suðurkóreska hersins.
„Norðurkóresk skot heyrast nú,“ sagði í smáskilaboðum sem íbúum eyjunnar bárust.
Á föstudag og í gær var norðurkóreski herinn með æfingar á sama svæði, við eyjurnar Yeonpyeong og Baengnyeong.
Systir Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu, neitaði ásökunum Suður-Kóreumanna þess efnis að skot norðurkóreska hersins höfðu hafnað nærri landamærum ríkjanna.
Í yfirlýsingu sagði hún að eftirlíkingar 60 byssuskota hefðu heyrist til þess að „sjá“ viðbrögð suðurkóreska hersins.
Viðbrögðin voru líkt og búist var við sagði í yfirlýsingunni, suðurkóreski herinn mat stöðuna ekki rétt og útbjó lygar um að skot hefðu hafnað í sjónum.